Nýárssálmur II | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nýárssálmar 1880 2

Nýárssálmur II

NÝÁRSSÁLMAR 1880
Fyrsta ljóðlína:Aftur að sólunni sveigir nú heimsskautið kalda
bls.211
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fimm,- tví- og þríkvætt AAbbA
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1880
Flokkur:Sálmar
1.
Aftur að sólunni sveigir nú heimskautið kalda:
sonurinn týndur í átthagann girnist að halda.
Sólnanna sól, sál vor er reikandi hjól,
snú þú oss, Alfaðir alda.
2.
Móðir vor jörð, þú sem myrkrið og helkuldinn þjáir,
mun þér ei lengjast, að aftur þitt brúðarskart sjjáir?
Er þá ei von, útlægi himinsins son,
Guðs-mynd og Guðs-náð þú þráir?
3.
Flýt þér, ó hnöttur, að fjörgjafa þínum að snúa;
Flýt þér, ó jörð, þig með skínandi klæðnaði búa. –
En þú, mín önd, undir Guðs lífgandi hönd
flýt þér að tilbiðja og trúa.
4.
Áfram með sólunni; yngjast skal veröldin kalda;
áfram til Guðs-ríkis; látum ei myrkrin oss halda.
Sólnanna sól, sértu vort lifandi skjól.
Dýrð sé þér, Alfaðir alda!