Heilræðavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heilræðavísur

Fyrsta ljóðlína:1. Sjö eru hlutir sagðir hér,
bls.50–52
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1545–1560
1.
Sjö eru hlutir sagðir hér,
sé honum mestr á leiði,
fyrðar skyldu forða sér
að fá fyrir drottins reiði.

2.
Öll ofneysla er ein af þeim,
allvel máttu skilja,
önnur óleyfilig lostagrein
lausnarans móti vilja.

3.
Snarplig sinka er en þriðja af þeim
þurftugum sitt að veita.
Bjóð þú heldur hungruðum heim
ef hjálpar til þín leita.

4.
Forðast bið eg enn fjórða vott,
fátæka sem ríka,
slenliga leti at girnast opt,
gjörir þat marga svíka.

5.
Fimmta yfir girnd er fors og blót,
falsa baun sinn herra.
Ofmetnaður er undirrót
á öllu því enu verra.

6.
Get eg ei meiri giftu og náð
garprinn muni sá hljóta
sem föður og móðr fagurlig ráð
fýsast aldri at brjóta.

7.
Má sá vel sem í máta er glaðr
og mæðist ekki í pínum..
Reikna því hvað réttvís maðr
ræður barni sínu.

8.
Föðrins eru þat fyrstu ráð
falslaus guði og mönnum:
Lítillæti og listar dáð
lifa með heiðri sönnum.

9.
Miskunnsemi er merkilig,,
margföld er það vi[s)a.
Hógværi gjörir heiftar svig,
hvoriga skaltu missa.

10.
Aukast láttu æ með þér
iðkan góðra verka,
hófsemi öls at hæversk er
með hjarta iðran sterka.

11.
Að kærleikanum kurteisi er,
kefr hún sorg og pínu.
Hreinlífan lifnað hvar þú fer
hafðu á ráði þínu.

12.
Sjö heilræðin sagt hefi eg þér,
sannlig er þat vissa,
hyggnir munu í hjarta sér
heldur geyma en missa.

13.
Önnur sjö, ef elskar þú,
eg vil fyrir þér greina:
Haltu í öllu helga trú
þat hefr þig síst til meina.

14.
Fullkomin elska er hin fegursta dáð,
fýst til guðs og manna.
Öruggt traust er eð æðsta ráð.
Allvíða má þat sanna.

15.
Andar styrkr og stilling góð
stöðva holdsins vilja,
hryndr í burtu heift og móð
frá hinum er rétt vill skilja.

16.
Andligir kraftar auka þér
ást við helgan anda,
hver þá alla hefr með sér
má heimskan aldri granda.

17.
Félagi lát þér falla létt
þat faðir himna vill veita.
Skapara þinn, ef skilr þú rétt,
skyldir þú aldri reita.