Ólafur Guðmundsson frá Sköruvík | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólafur Guðmundsson frá Sköruvík

Fyrsta ljóðlína:Þú komst hingað ungur með áhuga og þor
bls.113
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBaB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1893
Þú komst hingað ungur með áhuga og þor
þar auðfundna gæfu við höldum,
Þar samkepnin fossar, sem fjallá um vor,
frá fjár-plógsins málmrifjum köldum,
þú lagðir þar fram í – en flughált er spor,
og frostkalt er niðr’í þeim öldum.

Þú hræddist ei svelg þann er sveif þig um kring
með sogi, á hylnum þeim dökkva,
því höndin þín væri svo vösk og svo slyng
að við myndi allstaðar hrökkva,
Og fleytti svo einbeittum Íslending,
sem örðugt í kaf væri að sökkva.

Þó sjálfum þér bægði oft straumur frá strönd
síst stóð á að hjartað þitt gegndi,
að rétta þeim bróðurþels bjargandi hönd,
sem barst á, og lífshætta þrengdi,
að styðja þau framfara og félagsbönd,
sem fámennið islenska tengdi.

Þú sneiðst ekki í orðskvið þá amlóðaspá:
að örðugt sé fráleitt að vinnast –
og kringum þá fylgni og framtak þér hjá
sú forystuvon hefir tvinnast
sem lætur þig sálaðan sveitung á
með söknuð og virðingu minnast.

Þú kveiðst ekki óreyndu – en sú kom um síð,
er sviplega varð þér að grandi:
Hún Red Deer in fjallborna, frostköld og stríð,
með flúðum og straumiðu bandi,
Því hún varð þér þróttmeiri á þrekrauna tíð –
en þá var samt örskammt að landi.

Enn streymir fram áin um aldræna braut
frá ísköldu jöklanna riði,
og gröf sína dýpkar í dalanna skaut
með dimmum og skjálfandi niði,
hún syngur um tálmanir, þrekvirki, þraut –
en þú býrð i eilífum friði.