Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Agnesardiktur

Fyrsta ljóðlína:Hæstur guð með heiðri skapti
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði
1.
Hæstur Guð með heiðri skapti,
hans er valdið himnum á,
eina mey af miklum krafti,
milding hóf svo villu frá.
Seggjum linar hún syndahafti,
signuð jómfrú Agnesá.
2.
Skír var sett í skólann fríða,
skuggalaus með öllu að sjá.
Ætlar þetta öldin víða
að öngva muni þeir slíka fá.
Þorna viðjan þeirra tíða
þýð var kölluð Agnesá.
3.
*Kæran lærði kristin fræði,
kunni rétta trú forstá;
frumtign allri frá eg næði,
fljóðið girnist himininn á.
Þar með önnur guðdóms gæði
göfugleg namstu, Agnesá.
4.
Firðar vildu fljóðið hvíta
fríða sér til eignar fá.
Niptin dýra nöðru ríta
næsta vill hún öngvan sjá.
Greifa son var gildur að líta
sem girntist fyrir þér, Agnesá.
5.
Þorngrund, máttu þiggja, hin hvíta,
það er þér heiður að vera oss hjá,
gimsteina sem gler að líta,
gull og silfur nóglegt þá.
Þó vill ekki þetta nýta
þýðust meyjan Agnesá.
6.
*Þér stoðar það lítt,
kvað stöðug sæta,
steina þína vil eg ei sjá.
Sjálfur geymdu þitt silfrið mæta,
sæmdir mun eg af öngvar fá,
tjáir mér ei þursa þræta,
þessu svaraði Agnesá.
7.
Svaraði svo við seimgrund fróma
sómalaus, sem hermi eg frá,
hátt svo gjörði hann að róma
með hörðum orðum meyjuna á:
Ef rýfur þú lögin og rétta dóma
refsing færðu, Agnesá.
8.
Andsvar lætur ekki bresta
ung þó væri auðarná:
Mig hefur annar fyrri festa,
fjærri gjöri eg að segja þér já,
sá ber vald og virðing mesta
um víðan geim, segir Agnesá.
9.
Elskhugi minn, kvað afbragð vífa,
öngvan mun eg slíkan fá,
vinnur hann allt hvað vill hann drífa
veröld í og himnum á,
helvíti vann en hans mun hlífa
höndin mér, segir Agnesá.
10.
Kappans minnkaði kappið digra,
kunni þetta gjörla að sjá
að mektuga brúði hann mátti ei sigra
mildi hins ríka himnum frá.
Í rekkju lagðist reynir vigra,
rjóðust, fyrir þig, Agnesá.
11.
Faðir hans er það frétti hinn fríði
fór þar að sem rekkurinn lá:
Hvað er til sóttar, seggurinn blíði,
segðu mér hið sanna frá:
Veldur þessu voru stríði
vitur og snotur Agnesá.
12.
Greifinn alla gleðina felldi,
gekk og hitti meyna þá:
Sonur minn brennur í sinnu eldi
sannlega fyrir þig, skrauta ná.
Rekkurinn skal með Rínar eldi,
rjóðust, fá þig, Agnesá.
13.
Plagarinn lætur purpuraskrúði
prúða fletta meyna þá.
Hárið ofan á hringa Þrúði
huldi hana svo ei má sjá.
Lokkurinn, allan líkamann, prúði,
ljúfa huldi Agnesá.
14.
Í skæknahús nam skjalarinn leiða
skíra þessa meyna þá.
Sína gjörir bragna beiða:
Bíti nú hvör sem lyst hefur á.
Drottinn minn má gjöra greiða
götuna hennar Agnesá.
15.
Fram á gólfið frægðarkvinna
fleygði sér til bænar þá.
Eilífur Guð sem allt kann vinna
auðþöll ríkri bjarga má.
Þá leit standa ströndin stinna
styrkvan engil, Agnesá.
16.
Hann hefur að sér með höndum báðum
himnesk klæðin fögur að sjá,
biður að þiggja þau með náðum
þornagrund því nakin lá.
Hún skrýddi sig með skarti og dáðum,
sköpuð er vænsta Agnesá.
17.
Greifason með grimmdina reiða
gjörir sig upp úr rekkju að stá.
Hann vék til hússins götuna greiða,
gjörði þangað fyrstur að gá.
Jungfrúdóminn vill hann veiða
vegsamlegastrar Agnesá.
18.
Seggurinn lítur seimþöll kæna
sitja hússins gólfi á.
Með höndum þrífur hann hlaðgrund væna,
hug sinn hyggur að drýgja þá.
Nú má hún njóta nýtra bæna,
nytsamlegasta Agnesá.
19.
Hæstur Guð með heiðri styrkti
háleitasta meyjuna þá.
Fjandinn hann til feigðar kyrkti
falsarann sem inn réð gá.
Sálmaskáldið svo frá eg yrkti
að saurgaðist ekki Agnesá.
20.
Greifinn þá með grimmd og æði
gengur og hitti meyjuna þá:
Son minn hefur í sinni bræði
sendann stiginn heljar á;
fyrir þín grimmust galdrafræði
gjört hefur mér skaða, Agnesá.
21.
Aldri hef eg, kvað afbragð vífa,
ýta rænda lífi frá.
Fjandinn gjörði með forsi að drífa
fullan son þinn villu á.
Með gæsku sinni gjörði að hlífa
Guðson mér, segir Agnesá.
22.
Mjög mund’ eg þig fyrir meyjunum prísa
og mestan heiður leggja á,
einninn þér til veldis vísa
vondu þessu húsi frá
ef, drósin, létir af dauða upprísa
dýrstan son minn, Agnesá.
23.
Svaraði honum svinn á móti:
Sannlega mun það vinna sá
sem skapaði fjöll með fjöru og grjóti,
fagran sló og himin há,
vötn sem sól með vænsta hóti
og víðan geim, segir Agnesá.
24.
Fyrst réð kalla fljóð að vanda
á föður sinn, Drottinn himnum á:
Send þú burt úr sveitum fjanda
sveinsins önd úr helju að ná
svo lof þitt megi nú lengi standa
lýðum hjá, segir Agnesá.
25.
Skjótlega frá eg að skelfir randa
skilji sig helju burtu frá,
öflugur sá nam upp að standa
sem áður dauður á jörðu lá.
Laufatýr með lífi og anda
lofaði Guð og Agnesá.
26.
Þornalundur frá þessum ranni
þaðan réð ganga heill í frá,
hrósar því fyrir hvörjum manni
að hreinni Guð mætti ekki fá
heldur en þann hæsta í himnaranni
sem helgust heiðrar Agnesá.


Athugagreinar

3.1 *Kæran] Kjörin JS 260 4to.
6.1 *Þér] þig JS 260 4to.