Sólstöðuþula | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sólstöðuþula

Fyrsta ljóðlína:Veltu burtu vetrarþunga
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður) A#b#CCD#e#Of#Oh#II
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Þó að kvæðið beri þuluheiti er hann alveg reglulegur og samanstendur af rímblokkum sem eru endirteknar misoft, frá tveimur skiputum og upp í fimm.
Veltu burtu vetrarþunga
vorið, vorið mitt!
Leiddu mig nú eins og unga
inn í draumland þitt!
Minninganna töfratunga
talar málið sitt,
þegar mjúku, kyrru kveldin
kynda á hafi sólareldinn.
Starfandi hinn mikli máttur
um mannheim gengur hljótt,
alnáttúru æða-sláttur
iðar kyrrt og rótt,
enginn heyrist andardráttur,
engin kemur nótt.
Því að sól á svona kveldi
sest á rúmstokkinn,
háttar ekki, heldur vakir,
hugsar um ástvin sinn.
Veit, hann kemur bráðum, bráðum,
bjarti morgunninn!
Grípur hana snöggvast, snöggvast,
snöggt í faðminn sinn,
lyftir henni ofar, ofar,
upp á himininn.
Skilar henni í hendur dagsins,
í hjartað fær hún sting:
Æ, að láta langa daginn
leiða sig í kring!
Ganga hægt og horfa nið’r á
heimsins umsnúning.
Komast loks í einrúm aftur
eftir sólarhring,
til að þrá sinn unga unað,
yndis sjónhverfing!
Þjaki hafsól þrár um nætur;
þá er von um mannadætur.