Thómasdiktur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Thómasdiktur

Fyrsta ljóðlína:Vil eg ens bjarta blóma
bls.317
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbcoc
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði
1.
Vil eg hins bjarta blóma
byrja nýjan dikt.
Láttu ljúfur Thoma
lof þitt sæmiligt;
lifandi Drottins lærisveinn
reiknast máttu riddari Guðs
rétt hinn fremsti einn.
2.
Dauðans dóm hinn stríða
Drottinn þoldi mætr,
upp reis allra tíða
einvalds kóngurinn sætr.
Thomas sagðist tiginn þá
trúa eigi fyrri táknum þeim
en tæki hann sárum á.
3.
Píslar prúði blómi
postulum birti sig,
tignum sagði hann Thome:
„Trú þú að kenna mig.“
Hendi sinni Herrann mætr
þreifa lét um síðusár,
sollnar hendur og fætr.
4.
Fékk þá fagnaðar sóma
og felldi heilög tár;
lagðir ljúfa góma
við lifandi Drottins sár;
mæltir svo við meistara þinn:
„Þú hefir þolað þann dapra deyð,
Drottinn, herra minn.“
5.
Kristni kenndi öndum
í Kapadocia hann.
Utan kom einn úr löndum,
Albanus, ríkur mann;
hann vill fá sér húsasmið.
Thome sýndist tign um nótt
og talaði Guðsson við.
6.
„Út til Indíalanda
eg vil senda þig;
þar mun hvers kyns handa
heiðra fólkið mig.“
Torsótt ferðin Thome líst:
„Þú skalt ráða, það er mér skylt,
en þangað vilda eg síst.“
7.
„Áttu eigi að hræðast,
eg skal vera með þér;
þar munu gumnar græðast
og ganga að þjóna mér.“
„Verði allt sem vili þinn býðr.“
Jesús seldi Albano smið,
en allur fagnar lýðr.
8.
Kom hann með kappa teita
kóngs í eina borg;
boðið var brullaup sveita
og blásið hátt um torg.
Dóttir kóngs og dýran svein
vígði hann saman með valdri dyggð,
og vurðu síðan hrein. vurðu] skrifað ‘vrdv’ (þ.e. urðu) í handriti.
9.
Jesús yndið blíða
fyrir Indíakónginn sté,
honum til húsasmíða
hilmir greiddi fé;
þannveg reisti hann þessa höll,
gaf til kirkna kóngsins fé
en kristnar löndin öll.
10.
Brátt er hann rekkum ...
og rekinn í fjötur og streng.
– – – – –