Miðsumarnótt 1915 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Miðsumarnótt 1915

Fyrsta ljóðlína:Blíðara’ og fegurra kvöldi ei kynnist
bls.79
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) ferkvætt AbAbb
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1915

Skýringar

Í ljóðabókinni frá 1933 er villa í fjórða vísuorði fyrsta erindis. Frá henni er greint í Nýja dagblaðinu 29. október 1933 (bls. 2) og leiðrétting birt. Eftir henni er farið hér.
Blíðara’ og fegurra kvöldi ei kynnist
kvistur á heiði né gára á sjó
nálægð við fjarlægð í faðmlögum minnist; 
fjallræðan ómar frá sérhverri tó. 
Eins'er þó varnað. Hvað var það, sem dó? 

Dalurinn minn á dögginni sýpur,
draumblæja liggur um hæðir og mó;
auðmýkt gegn hásæti himinsins krýpur,
háfjöllin lækka í blámóðu sjó.
Allt er svo fagur, en eitthvað mér dó.

Fjalldrapinn teygir úr táginni sinni,
treystir hann svörðinn barkaðri kló.
Snjallhreina náttkul, í nærveru þinni
ná skil ég huluna’ er yfir mér bjó:
Gjallanda hreimur í hlíðunum dó!