Í völundarhúsinu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í völundarhúsinu

Fyrsta ljóðlína:Í launkofa guðsins ég laumaðist inn
bls.40
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Í launkofa guðsins ég laumaðist inn,
mig laðaði óþekktur kraftur.
Ég treysti á einlægan ásetning minn,
ég ætlaði að fara í þetta einasta sinn
og skjótast á svipstundu út þaðan aftur.
2.
En völundarhúsinu villtist ég í –
– ég veit ekki hvernig það gengur –
þótt veginn ég finni, ég villist á ný,
ég vil og ég vil ekki sleppa út úr því
– eitthvað ég verð þar að líkindum lengur.