Pétursvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Pétursvísur

Fyrsta ljóðlína:Þér vil eg vísur færa
bls.277–280
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þríkvætt AABBCCC
Viðm.ártal:≈ 1400–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Kvæðið er varðveitt í AM 713 4to, bls. 79–80. Á spássíu við upphaf þess stendur með hendi skrifarans „peturs uisur“, og svo skrifar Árni Magnússon einnig í innihaldslýsingu sinni. Afskrift Jóns Helgasonar af kvæðinu er í Lbs 2166 4to.
1.
Þér vil eg vísur færa,
Vallandsheiður, og æra,
postulinn Pétur í Róma,
prýddur alls kyns sóma,
geislinn guðdsómsstétta
gefi mér hugsan rétta
og leiði mig á lífsbrú slétta.
2.
Lífsins lundurinn frómi,
laufgaður björtu blómi,
runninn upp í Róma,
rjóður sem plantin plóma,
*limarnar hylja heima,
hauður sem loft og geima,
svo vítt sem sól má sveima.
3.
Valin af víntréskvisti,
voldugum Jesúm Christi,
bjartan blómann þenna
bauð þeim kristni að kenna,
flýgur þín fremd um stræti,
fiskimaðurinn mæti,
fyrir ágætt lítilæti.
4.
Fórtu furðu víða,
fegurðarblómsturið fríða.
Þú kenndir kristni sanna,
krankdóm mýktir manna.
Búinn er krafturinn kæri,
ef þinn ber skuggann næri
og vítt yfir bragna bæri.
5.
Þú reistir drótt af dauða
og drjúgum huggar snauða,
stafur þinn snart enn sjúka
og snýrist í miskunn mjúka.
Gekktu um grimman ægi,
glaður sem linn á lægi,
geisli guðs enn frægi.
6.
Gaf þér makt og mæti
meyjarsonurinn sæti,
gaf þér græðarinn landa
gift ens helga anda,
gaf þér lausnarinn lýða
lyklavaldið þýða.
Þú gjörðir guði að hlýða.
7.
Gjörðir guði að neita,
guð má hjálpir veita,
iðran fanntu fljóta
og firrist loftu ljóta.
Þú elskaðir af hreinu hjarta
himinsbuðlunginn bjarta.
Muntu ei mengið harta.
8.
Hlaustu honum að fylgja
hér um bratta bylgju,
þá tók regn að geisa,
gyðingar réðu að reisa,
stóð þú nær kærum Kristi,
kempan sverðið hristi,
eyrað Malkus missti.
9.
Nú vill Pétur prófa
prúður hvað hann kann hófa.
Kemur að keisarann finna,
kurteisliga tók inna:
„Gleym þú goðunum þínum,
glata þú lasta línu,
og *fylg þú meistara mínum.“
10.
Símon svarar á móti:
„Syndalimurinn ljóti,
þarftu ei *þvílíkt að mæla,
þú vilt keisarann tæla,
skal eg þér *grimmu gjalda
ef gjörir þú fram að halda
eg má öllu valda.“
11.
Neró sæmdir seldi,
sá réð keisarans veldi,
Símons grimmdin glæsta
gekk svo Neró næsta,
hlaust þú honum að steypa
í heljargröf svo greypa.
Ma[h]ument mun hann gleypa.
12.
Símon mago missti,
maklingur púkann gisti,
gjörði galdra ljóta,
guðslög vildi brjóta.
Kveðst þá búinn að blanda,
beiska villu og vanda,
fullur af fítómsanda.
13.
Neró bauð að binda
bjartan guðdómslinda:
Skulum á krossinn keyra
svo kall hans hátt megi heyra.
Biður þá blóminn sæti,
blíður með lítillæti,
höfuð mitt horfi að stræti.
14.
Á krossi kenndir dauða
kær vin drottins sauða,
leiddur í himnahöllu,
hjartanligur með öllu,
hafinn til hæstra láða
og himnaríkis ráða.
Þú mátt þegna náða.
15.
Pétur er postulinn mæti,
Pétur er krafturinn sæti,
Pétur er páfi í Róma,
Pétur hlaut sigur og sóma,
Pétur er *prentuð rósa,
Pétur hlaut læring ljósa,
Pétur má pínu hrósa.
16.
Æðri með alls kyns prýði,
yfirmeistarinn þýði,
lina þú löstu stinna,
láttu oss fögnuð finna.
Býtir bestra dáða,
brunnur og ljósker láða,
þú mátt öllu ráða.
17.
Lærifaðirinn frómi,
flýgur þinn vegur og sómi,
heims um álfur allar,
æ þig fólkið kallar.
Máttu oss miskunn veita,
munum vér á þig heita,
stýrir stjörnureita.
18.
Geym þú mig, geislinn mæti,
geym þú mig, faðirinn sæti,
geym þú mig með guðdóms prýði,
geym þú mig, þegninn þýði,
geym þú mig guði til handa,
geym þú mig, ljósker landa,
vanningsverk skal standa.
Amen.


Athugagreinar

2.5 himnarner 713] > limarnar.
9.7 fylgia 713] > fylg þú. meinum 713] > minum.
10.3 slikt 713] > þuilikt (vegna stuðlasetningar).
10.5 grimmum 713] > grimmu.
11.7 Maument 713] > Na(h)umet.
15.5 prenntud svo í 713 hefur líklega upprunalega verið pentuð, sbr. Píslargrátur 45.8.