Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Aladdín

Fyrsta ljóðlína:Það endist þér eins lengi og þú lifir
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1940
Það endist þér eins lengi og þú lifir
hið ljúfa ævintýr.
Það lagði þér á tungu orð sem yfir
þeim undramætti býr
að fella rúbínglit á mýri og móa.
Þú mældir grýtta jörð við pálmaskóga.
Því töfraorðið, það var æska þín,
og þú varst sjálfur lítill Aladdín.

Og þegar haustið hvíldi yfir bænum
og húm á landið seig,
í mogundýrð úr safírbláum sænum
þín sólskinsveröld steig.
Þar risu bjartir turnar hvítra halla
frá hminbláum grunni demantsfjalla.
En langt að baki lá þín gamla jörð
með lokuð sund og ís um strönd og börð.

Þig henti raunar seinna að verða að vakna
ó, veslings Aladdín.
Og erfitt fannst þér oft að þrá og sakna
þess alls er hvarf þér sýn.
Þú skildi ei, hví týndist tungu þinni
það töfraorð sem lá þér dýpst í minni,
er dó í fjarska draums þíns rúbínglóð
og dimmt og autt var þar sem höll þín stóð.

Og þó skal engum dýrðardraumi glatað,
sem dreymdi þína önd.
Í auðmýkt hjartans ennþá færðu ratað
í óska þinna lönd.
Því minningin um morgunlandið bjarta
um myrka vegu lýsir þínu hjarta
í veröld þá sem ósýnileg er
en Aladdín í minni sínu ber.