Haustkvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Haustkvöld

Fyrsta ljóðlína:Harmablíða haustdagskvöld
bls.95–96
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDDc
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1870

Skýringar

Neðanmáls stendur:
„[Orkt haustiö 1870; (þá vœnti jeg lítt heilsubótar). Prent. ásamt
Sk. og Ráðg. Höf.].“
1.
Harmablíða haustdagskvöld!
liðins sumars kveðju kæra
klökkvan blæ þú lætur færa
hálfrökkvuð um hæða tjöld.
Dæmd sem væri dauða til
náttúran því náföl hlýðir,
nauðug kveður liðnar tíðir.
Það er sorglegt sjónarspil!

2.
Gráti þrungin grúfa sig
höfðum yfir hárra fjalla,
haldið fá sér uppi valla,
skýin þung og skuggalig.
Skímu slær í hvolfið há
rofs- í vestri -roði bleikur;
raunabros, svo viðkvæmt, leikur
foldar vanga fölvum á.

3.
Geigvæn kyrrð á öllu er.
Hvað mun búa henni undir?
Hátíðlega slíkar stundir
föðurbending færa mér:
Lífsins sumar líður skjótt;
fer á eftir feigðarvetur;
fólvan blæ á lífið setur.
Dimmir húm af dauðans nótt.