Ingólfsminni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ingólfsminni

Fyrsta ljóðlína:Allt eins og þegar dagur dvín
bls.49
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) aBBaCCDD
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Allt eins og þegar dagur dvín
döggskærum vafinn aftanroða,
og sólin fær sér blund við boða:
Þannig sofnaði þjóðin mín! —
Vitið þér ekki, Íslands áar!
öldurnar hvernig risu bláar
frammi við auðan ægisand,
Ingólfur þegar nam hér land?
2.
Ljómaði sólin ljósan tind,
leiftraði dögg á jarðarblómi,
lækurinn rann með unaðs ómi
fram að sólbjartri sjávarlind;
ókomna skyggðu skýin daga,
skugga nam þó ei á þau draga:
Heilsaði jökla fríður fans
frelsismorgninum Ísalands.
3.
Er nú til viðar sigin sól,
svartnættis myrkrið niðri dauða?
Er núna byrjuð öldin nauða?
Er horfinn geisli af himna stól?
Nei! Ef að sporið ört vér greiðum
og óþarfri keppni framhjá sneiðum,
þá mun oss hljótast auðna af
andanum, sem oss drottinn gaf.
4.
Svífðu nú yfir þinni þjóð,
þrautgóða, sterka landnámshetja,
virstu með þínu valdi að hvetja
hugrekki og fornan hetjumóð!
Heilsið nú honum, Íslands áar,
ísþakin fjöll og hrannir bláar!
Frammi við auðan ægisand, –
Ingólfur stigur nú á land!