Seinasta nóttin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Seinasta nóttin

Fyrsta ljóðlína:Í vor, er hann hoppaði hreiðrinu frá
bls.63
Bragarháttur:Átta línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1893

Skýringar

Birtist einnig í Dýravininum 5. árg. 1893, 5. tbl.
1.
Í vor, er hann hoppaði hreiðrinu frá,
þar hlíðarnar iðgrænar lágu
og vorgolan lék sér um lautirnar þá
og lyfti undir vængina smáu.
En þar sem hann söng þá sitt sætasta lag
hann seinna við hríðarnar barðist,
og veikari og veikari, dag eftir dag
þar dauðanum hjálparlaus varðist.
2.
Og daginn hinn seinasta sjúkur hann var,
en samt var hann löngum á stjái,
en fann ekki á hjarninu fis eða bar
né frækorn á nokkuru strái.
Í holuna sína, þó hún væri köld,
úr hríðinni loks var hann flúinn.
Nú sá hann þar skyggja hið síðasta kvöld.
Nú sá hann að vörnin var búin.
3.
Og ekki var von honum yrði nú rótt;
með angist og pínandi kvíða
hann hugsaði fram á þá hörmunganótt
og hvernig hún myndi nú líða;
en svefninn hinn líknsami loksins hann þreif
og leysti frá sulti og hríðum,
og auminginn litli þá syngjandi sveif
að sumri og blómguðum hlíðum.
4.
Og þar var um brekkurnar ununin ein,
og allstaðar söngur og gaman,
og sólin á fíflana og fiðrildin skein
og fuglagrös þúsundum saman.
En fjúkið, sem hafði í holuna þrengst,
það hreif hann úr draumsælu nætur.
Nú vildi hann sofa, og sofa sem lengst,
en sulturinn rak hann á fætur.
5.
Hann gætti þess varla hvert veðrið hann reif
og vissi ekki hvert átti að halda,
uns stormurinn aumingjann þróttlausa þreif
og þyrlaði um fönnina kalda.
Hann lagði að sér vængina og lokaði brá;
og loksins var helstríðið unnið
er hugurinn deyjandi sólina sá
og sumar á hlíðarnar runnið.