Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd

Fyrsta ljóðlína:Ef byggir þú, vinur, og vogar þjer hátt
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Ef byggir þú, vinur, og vogar þér hátt,
og vilt að það skuli ekki hrapa:
þá leggðu þar dýrustu eign, sem þú átt
og allt, sem þú hefur að tapa.
Og fýsi þig yfir til framtíðarlands
og finnist þú vel getir staðið,
þá láttu ekki skelfa þig leiðsögu hans
sem leggur á tæpasta vaðið.
2.
Og þó það sé best hann sé þrekinn og stór,
sem þjóðleið um urðir vill brjóta,
þá hræðstu það ei að þinn armur er mjór
því oft verður lítið til bóta.
Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið
að iðju þótt margir sé knáir,
þá velta þó fleiri þar völum úr leið
sem veikburða eru og smáir.
3.
Og stansaðu aldrei þó stefnan sé vönd
og stórmenni heimskan þig segi;
ef æskan vill rétta þér örvandi hönd,
þá ertu á framtíðar vegi.
Þótt ellin þér vilji þar víkja um reit,
það verður þér síður til tafar;
en fylgi’ hún þér einhuga in aldraða sveit,
þá ertu á vegi til grafar.