Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Gullbrúðkaupsljóð

Fyrsta ljóðlína:Nú endast fæst í fimmtíu ár
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
o
o
o
o
o
o
o
o
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1924

Skýringar

Undir titli stendur: „Til Jónasar og Sigríðar hall, Garðar, N. - Dakota.“
Nú endast fæst í fimmtíu ár
in fyrstu hjónaböndin!
Þó ykkar dygðu ýmsra skár,
þarf aðgæslunnar höndin,
svo hjónastólinn upp í enn
skal ykkur til þess bera
að brúðarsveinn og svaramenn
vill sérhvert okkar vera!

Og fjölmennara en forðum hér
er fólk í ykkar boði,
því reynslan sýndi, að oss ei er
af ábyrgðinni voði!
Þið sitjið fyrir frið í kvöld,
með fegri krans í hári –
þó ýmsa væsi um vídd úr öld
er vor í hverju ári!

Úr auðn hér grædduð bæ og byggð,
það boðsgestirnir vita;
þið hérna festuð héraðstryggð
og hrepptuð vistarbita,
þið vörðuð einnig eignum þeim
í auðsældina hina,
að nema land um hálfan heim
í hugum góðra vina.

Að ykkar heima hvern sem bar,
sá hitti vin og bróður;
í dyrum mætti mannvit þar
og mennt og drengur góður.
Og inni fyrir viðmóts val,
en vildarleysið ekki
né snautt um rúm í snöggum sal,
er snyrtnin greiddi um bekki.

Við miðil þann við mælumst til
þá málaleitun veita,
sem fæst við þessi skuldaskil,
sem skapadægur heita:
Á meðan uppi’ að erum við,
það okkur láti’ hann skiptast
að frá oss aldrei flytjið þið
í flokk þar engir giftast.