Að ráða sínum næturstað | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Að ráða sínum næturstað

Fyrsta ljóðlína:Athafnamaður ætlar að kaupa fjall
bls.11
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Athafnamaður ætlar að kaupa fjall
því hann hefur kynnt sér fornkappa
sem dó í fjall og honum finnst það
meiri háttar
2.
Sjálfur ætlar hann að deyja í fjall
sitt einkafjall
sem kemur ríkinu ekkert við
eða sveitavarginum
3.
og fjallið hans á að verða
óhugnanlega stórt
því alvöru maður deyr í alvöru fjall
en ekki neina hundaþúfu
4.
þar verður þyrlupallur og
óviðkomandi bannaður aðgangur.