Hljóða nótt. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hljóða nótt.

Fyrsta ljóðlína:Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Höfundur:Joseph Mohr
bls.253
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Hvílir þjóð, þreyttan hvarm,
nema hin bœði, sem blessuðu hjá
barninu vaka með fögnuð á brá.
Hvíldur við blíðmóður barm!
2.
Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Hjarðlið, þei, hrind þú sorg:
Ómar frá hœðunum englanna kór:
„Yður er boðaður fögnuður stór:
Frelsari í Betlehemsborg“.
3.
Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Jesú kœr, jólaljós
leiftrar þér, Guðsbarn, um Ijúfasta brá
Ijómar nú friður um jörð og sjá,
himinsins heilaga rós!