Barnafoss | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Barnafoss

Fyrsta ljóðlína:Það er sumar, sunnudagur, sólin skín um haga
Heimild:Verðandi.
bls.127–129
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1882
Barnafoss
(Þjóðsaga, sbr. Ísl. þjóðs. II, bls. 102)

1.
Það er sumar, sunnudagur, sólin skín um haga' og völl,
blika hólar, bleikir teigar, bláir hálsar, móleit fjöll.
Silfrar vötnin, svanir móka, syngur „dýrðin" ló' í mó,
vindur sefur, sveitir allar signir helgidagsins ró.
2.
Heyjaflekkir flatir liggja, fer nú enginn vinnu til,
orf og ljáir heima' á húsum, hrífa reist við bœjarþil.
„Heft er" ekki „hönd á skafti" helgan dag á þessum bæ,
Hraunsás-konan heyið segir hafi gott af þerriblœ.
3.
Drengir reka hross úr haga, hundar geyja, bregða' á skeið
eldishestar, undan fara, eins og viti' af kirkjureið.
Kátir sveinar heima' á hlaði hesta taka, beisla þá,
vinnumenn að hófum huga, hnykkja, járna, leggja á.
4.
Vinnukonur verpa, þvengja, vel er skafinn þvengur hver,
hyggja' að fötum, fram þau leggja, festa' í knapp, ef slitinn er,
vinnumönnum vatn þœr fœra, vikugrómið af þeir þvo,
skeggkoss fá þœr fram í göngum fyrir vikið einn og tvo.
5.
Nú eru tekin tröf úr kistu, treyjan krœkt og fléttað hár,
lagðir saman silkiklútar, sylgjan krœkt á möttli gljár.
Margir hittast menn við kirkju, margt er rætt und kirkjuvegg,
þvi skal fara' í flíkur bestu, flétta hár og raka skegg.
6.
Kvennhollari karlmenn leiða kvennahesta' að bœjarstétt,
klœði' og sessu' í söðul breiða, svanni hoppar upp í létt.
Móðirin kveður syni sína, séu heima ungir tveir,
biður að fari burtu ekki bænum frá. Því lofa þeir.
7.
Svo er riðið hægt úr hlaði, hæfir ekki' að taka sprett
á kirkjuför, en fjörspor sýna fákar þó og stíga létt.
Guðræknin af gumum lýsir, glens er ekkert hér í för,
kemur seinna', er heyrt þeir hafa helgan lestur, meira fjör.

______________

8.
Sveinar eftir hópnum horfa, hylst 'ann sjónum jóareyk,
fram svo hesta, leggi, leiða, líka vilja fara' á kreik.
Allvel fákar aldir skeiða, upp um túnið reið þá ber,
þeír til kirkju hyggja halda, hóll í túni kirkjan er.
9.
Leysa þeir úr leggjum snœri, leiða hesta sína' á beit,
ganga svo í guðshús dýrsta glitum ofinn blómareit;
nú er annar orðinn prestur, allan söfnuð merkir hinn.
Látlaus prestur litlum munni lofar skapara bestan sinn.
10.
Þá úr hálsi heyrist jarmur, hœtta drengir messugjörð;
sjá hvar lömb í lyngmó hlaupa, leika, hoppa, kroppa börð.
Langar unga' að leikjum ganga, lömb og móar teygja þá.
Segir hinn eldri: „Er það ei Höttur okkar sem ég þarna sá?"
11.
„Komdul Við skulum vita, bróðir, vita hvað hann er orðinn stór" „Megum það ekki", mælir hinn yngri, „mamma bannaði það, er fór."
„Já, en manstu' ei mamma hefur margoft yfir vísu þá":

„Bíum, bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram á fjallakamba
fús að leita lamba."
„Enginn veit það, aftur komum áður en fólkið kirkju frá."
12.
Fús þarf ekki röksemd ríka. Ríða bræður lamba til.
Heyrast fram í hálsi dunur, Hvítá fellur þar í gil.
Músa-Bölverk'r braut þá ruddi, boraði gegnum ásinn göng;
bogi varð þar yfir ánni; ólmast hún i klettaþröng.
13.
Laðar niður litla sveina, liti fagra blika sjá.
Úði stendur yfir fossi, ýmsum litum bregður á.
Sólin skín, þeir blika bláir, bleikir, grœnir, rauðir, því
fram á bogann brœður ganga blindaðir horfa litskrúð í.
14.
Úðinn teygir arma sína, um þá vefur kaldri mund,
köldum slœr að hjarta hrolli; hverfist þeim við glauminn lund.
Seiðir fossinn, galdur gelur, gleymingshörpu' í djúpi slœr,
drengi sundlar, falla' í fossinn; ferlega. við í djúpi hlœr.

______________


15.
Það er riðið hart í hlaðið, heim er komið messu frá
fólkið allt og fer með glensi, fékk þá kæti bœjum á.
Móriðin hleypur af hesti sínum, hrópar unga bræður á;
hafði getið gull við kirkju, gleðja hugði syni smá.
16.
Svarar enginn, angrast móðir, eftir sveinum leit er ger,
finnur þá ei fólkið kvíðið, förukonu að þar ber.
Hún af boga brœður unga byltast niðr' í fossinn sá.
Ekkjan skipar að brjóta bogann bráðasta það verða má.
17.
Hann ei fleirum helveg búi. Hraða karlmenn vinnu til.
Úðabogi' er yfir fossi, ógnsvart við þeim glottir gil.
„Nú er höndin heft á skafti", hamar öxin bitið fær.
Níður í fossinn fellur boginn; ferlega við í djúpi hlær.