Hugdilla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hugdilla

Fyrsta ljóðlína:Ísland! / auðlegð sjá hér þína
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.414-
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Kvæðið var prentað í Hrappsey 1783
Hugdilla
eður
Gleði-kvæði
G.P.S.
Ort yfir
SCIAGRPHIA HISTORIÆ LITERARIÆ
ISLANDIÆ; [Smærra letur]
MAG. HALFDANAR EINARS SONAR [enn smærra]
SCH. HOL. RECT.

Með lag: Eg veit eina bauga l.

1.
Ísland!
auðlegð sjá hér þína
á efri og fyrri tíð.
Ísland!
dugnað lát ei dvína,
þó dynji á margs kyns hríð.
Ísland!
agta ei þeirra stríð,
heimsku er hreifa sinni,
hneigðir mest fyrir níð.

2.
Þeir mest
þig hafa gjört að níða,
sem þér hafa fitnað af.
Þeir verst
þér hafa viljað stríða,
sem þig hafa fært í kaf.
Þeim flest
þjóð oft eyra gaf,
Lolium viðlifandi
og lumpið svína draf.

3.
Örm þjóð
alltítt hefur skotið
auga skakkt til vor;
menn hnjóð
margan þeirra hlotið
máls af rennibor;
ó-góð
oft þau rakist spor;
bækling borgmeistara
blettaði saurug for.

4. Eg kann
Arngrím fyrst hér minnast
og annan Horrebow;
eg fann
sama fleirum sinnast,
sem ei nefni þó,
er þann
ólgufullan sjó
allvel afstýrt hafa
og öfundgjarnan róg. [ró í handr]

5.
En hér
eitthvert meðal besta
ætla eg mega sjá,
sem er
eitt hið frægðar mesta
ossum löndum hjá,
lendher
lærðra und´ vopnum stá,
eins og á ís-möl líti
öll er fylking grá.

6.
Herlið,
hjálmað, brynjað, skjaldað
hér megu líta menn;
á hlið
Hlakkar seglum tjaldað,
hafin stríðs merkin;