Erfiljóð ...*b | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Erfiljóð ...*b

Fyrsta ljóðlína:Claudia kvendi hét
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.610–613
Viðm.ártal:≈ 0
6b. Erfiljóð
og undir eins Paraphrasis Islandica
yfir grafskrift einnar konu í Róm,
sem hét Claudia.
Með tón sem Tittlings grátur.

1.
Claudia kvendi hét,
kúrandi í moldu hér,
mikið vel mann sinn lét,
mesta hrós forstands ber,
gagnnett í göngu og tali,
tókona besta, er vissum vér.
2.
Claudia, kona mín,
kveikti tvö hjá mér ljós,
frægð hennar fagurt skín
fram yfir almennt hrós;
því í sannleika að segja
var hún mesta dýrindis drós.
3.
Claudia, kona mín,
krakkann vorn annan gróf,
soddan sárindis pín
sannlega gekk um hóf,
hinn slórir hjá mér eftir
við margvíslegt mótlætis þóf.

Viðbótarvísur í Br. Mus. Add. 11, 192, 138-9.

4a. Claudia kærleikans
klifbera smíða vann
oddgjarðir alsómans
yndis úr* faxi spann
hagldir úr forstands horni
hún mig álagði reiðing[3] þann.
5b. Reiðinginn risti kær
úr rausnar mýrum frí
og síðu torfur tvær
tryggða geðs út við dý,
meinleysis taumband mjúka
mig síðan góðlynd hnýtti upp í.
6b. Hógværðar* hafti klók
hún um miðklakkinn brá
og svipu ástar tók,
ofur hýr til að sjá,
tagl mitt upp batt með æru
státlegan skók eg stertinn þá.*

4.
Claudia, kona mín,
klyfjaði gæðum mig,
eins og þá öldin fín
ofríður hesti á slig,
og þegar upplagt hafði,
ofan á milli setti hún sig.
5.
Að hennar hollri reið
heilsubót var mér stór,
þegar hún skelldi á skeið,
svo skikkanlega* og fór;
nautgengur nú tek verða,
stirður og gamall stálaþór.
6.
Vildi eg nú feginn fá
fallega stúlku mér,
sem líkt kann lagið á
með list að haga sér,
því skal eg henni heita
með hana að fara mjúkt sem ber.
7.
Claudia, kona mín,
kjóstu mér stúlku þá,
ann mér þess ástin þín,
ef hana kynni fá,
nafn þitt ei niðri liggja
né konulaus eg lifa má.

Eg skal og um það sjá,
að ekki verði svelt
barn það eftir þig á
né illa sundur melt,
lifandi í lús og geitum,
það mun ei verða mér torvelt.

Claudia, kveð eg þig,
en kyssi hina nú,
Claudia, mundu mig,
því mikil var þín trú,
en hún, sem nafn þitt hlýtur,
státleg mun verða stelpan sú.

Þegar hún líkist þér
og þeirri, er fyrir mig kýs,
og nokkuð máske mér,
mun þar af gleðin vís;
þá mun það margur segja:
Sér hvar uppelst í garði grís.

Claudiu kyn vort þá
kallast mun fögur ætt,
enginn það efa má,
öll verða meinin bætt.
En mér er mál að þagna.
Claudia gamla, sof þú sætt!

Claudia[7] ...[8]
Þúsund fagnaðar[9] fékk
frúin mér Claudia,
endalaust út það gekk
alla hennar lífdaga,
[10] gleði gefst mér aftur,
þá getin er yngri Claudia.

#

vísurQvort caussa – minor (mea: sl.) restituit.
(: eptir Autographo:)

#

Fecit mille mihi Claudia gaudia,
clausitqve illa abiens gaudia Claudia,
donec suscipetur
proles nomine Claudia.

Qvorum caussa fuit, mea gaudia Claudia clausit,
qvæ mihi restituet Claudia nata minor.

[Vísur 4a - 6a ættu e.t.v. að koma aftan við kvæðið].

4a.4 Af 705.
4a.6 reiðskap 705.
6a.1 Hagnaðar 705, 769.
6a.6 Samhljóða í Lbs. 2450, 8vo I; Lbs. 812, 8vo, bl. 90 r., 119v-120r.
6.4 -la.

[7] [Þessi vísa ætti e.t.v. að koma aftan við kvæðið].

[8] Á eftir 12. v. (Fecit mille mihi) er í Br. Mus. Add. 11, 192 #, en síðan vísan:

[9] -i; 712, 91r, 120v; 705, 769. Lbs. 2450 8vo, I.

[10] gl- sú, 712, 91 r; 705.