Áramótabænin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áramótabænin

Fyrsta ljóðlína:Á kyrrlátu gamlárskveldi
Höfundur:Teitur Hartmann
bls.49
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Gamankvæði
1.
Á kyrrlátu gamlárskveldi
kraup ég og úthellti tárum.
Ég þakkaði góðum Guði
hans gjafir á liðnum árum.
2.
En svo varð ég hræddur og hissa,
ég hafði gleymt því besta
í þessari þakkargerð minni
en það var að minnast á presta.
3.
Ég ætlaði úr þessu að bæta
á auga–lifandi bragði.
Ég hóf upp mín augu til himins
og hrópað á Drottinn og sagði:
4.
„Svo þakka ég þér fyrir klerkinn.“
En þá mælti Herrann og brosti.
„O-o, það er nú lítið að þakka,
— fyrir þennan að minnsta kosti.“