Hrafnsmál (Þormóðar Trefilssonar) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hrafnsmál (Þormóðar Trefilssonar)

Fyrsta ljóðlína:Feldi folks valdi
Bragarháttur:Haðarlag
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Ljóð þetta er það fyrsta sem kveðið er undir haðarlagi svo vitað sé. Nokkuð skortir þó á að haldið sé í því reglulegri hendingaskipan.
1.
Felldi folks valdi
fyrst ens gollbyrsta
velti valgaltar,
Vígfús þann hétu;
slíta þar síðan
sǫára benskárar
brǫ́ð af bǫð-Nirði,
Bjarnar arfnytja.
2.
Fekk enn folkrakki,
framðisk ungr sigri,
Snorri sár-orra
sverði gnógs verðar;
laust í lífs kǫstu,
Leifa má-reifir,
unda gjalfrs eldi,
þás hann Arnketil felldi.
3.
Saddi svangreddir
sára dynbǫ́ru
ǫrn á ulfs virði
í Alptafirði;
þar lét þá Snorri
þegna at hjǫrregni
fjǫrvi fimm numna;
svá skal fjandr hegna.
4.
Meirr vá enn móðbarri
menn at hjǫrsennu
týnir tjǫr-reinar
tvá fyr Ǫ́ sunnan;
lǫ́gu sjau síðan,
slíks eru jarteinir,
gífrs á grand-nesi
gumnar fjǫrnumnir.
5.
Bǫð varð í Bitru,
brǫ́ð hykk þar fengu
gørvi gnógs styrjar
gjóðum sigrfljóða;
lǫ́gu lífs vanir
leiðendr hafreiðar
þrír fyr þrekstœri;
þar fekk hrafn væri.