Skírnarsálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skírnarsálmur

Fyrsta ljóðlína:Ó, Drottinn Guð! Með djúpri þökk
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ó, Drottinn Guð! Með djúpri þökk
í dag ég leita þín.
Með blænum milda berist þér
öll bænarorðin mín.
2.
Þú gafst mér, mildi Guð, af náð
þá gjöf sem dýrsta finn,
hið ljúfa barn, sem legg ég nú
í líknarfaðminn þinn.
3.
Ó vert þú ætíð leiðarljós
á lífsins dimmu braut,
og huggun, vernd og hlíf og skjól
í hverri sorg og þraut.
4.
ó styð það fast með styrkri mund
þá stund það dvelur hér
og sýn því glöggt þá lífsins leið
það lifi einum þér.
5.
Þú, Guð minn, bú þér bjartan stað
í barns míns hreinu sál.
Ó, faðir, heyr á helgri stund
mitt hjartans bænarmál.