Halldór Hjálmarsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Halldór Hjálmarsson

Fyrsta ljóðlína:Hver dagur hefir sína sól
bls.213–219
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Undir fyrirsögninni stendur: „„konrektor“ við Hólaskóla 1703–1785, og síðan í „rektors“ stað um fjögur ár, andaður 10 Júlím. 1805. Minningarljóð þessi kallar skáldið „náfrétt, eður ráðvilt raunatal við framliðinn ástvin“. — Eptir þrem handritum, og er eitt skrifað af Rask eptir eiginhandarriti.“
1.
Hver dagur hefir sína sól,
samt skyggir stundum á;
ei geta verið alltíð jól,
ýmsu títt fyrir brá;
vant er lukkunnar valta hjól
að vendast til og frá;
en hvort á eg að hverfa í skjól
sem hvergi frístað sá?
2.
Ef hásumarið gjörir glatt
geð fólks, og brjóstin hlý,
til hvers mér þá í trega hratt
tíundi júlií?
ef hann tók frá mér burt og batt
besta hnoss veröld í;
ástvinur Halldór! er það satt?
eg varla trúi því.
3.
Að dauðinn slíkan eins og þig
á ráðist dyggða vin
undrar svo mjög, sem angrar mig,
er það ei heldur kyn;
sú feikn var löngum furðanlig
þeim framar báru skyn;
en raun í þessu sýnir sig,
sárt eg af henni styn.
4.
Umgengni þín svo ástúðlig
yndi mitt forðum var.
Viðtal og rit, sem virtir mig,
voru mér gersemar.
Gat nú einingin sundrað sig,
er saman hugi bar?
Æ! tala vil eg enn við þig
orð mér til skemmtunar.
5.
Saman við margan sveittumst dag
og sváfum marga nótt.
Samlyndið gjörði sætan hag,
sérhvert ónæði rótt.
Þó tíminn sliti það félag
þraut aldrei kærleiks gnótt,
gat — ónei! — honum grandað slag
ens grimma dauða' og sótt.
6.
Skynsemi þín og skýlaus dyggð
skilin er við þig síst,
ánægja mín en aldrei hryggð,
enn veit eg þar af hlýst;
von er mig þína tregi tryggð
þá tíminn illa snýst;
víst mundi þér, ef vissir, styggð,
af vörgum nær eg bítst.
7.
Hver veit nema þín háleit önd
heyri það vinur gól?
Hugur minn fer yfir loft og lönd
langt ofar vorri sól;
hvað þá, sá engin hindra bönd,
en hærri kraftur ól?
Það er aðeins við þessa strönd
að þurfum holdlig tól.
8.
Hver veit nema þú iðkir enn
íþrótt, þér tama víst,
gott fyrir aðra' að mæla menn,
og mig þá ekki síst?
Þín frjálsa dyggð, nú fullkomin,,
fram án hindrunar brýst,
máske fræðarinn* sjáist senn,
sem mér fær þetta lýst.
9.
Nær sem aðstoðar var mér vant
vottaði hjálp þín sig;
og hvað þú jafnan gáðir grannt
að greiða' en bágu stig!
Hver veit nema þér enn sé annt
um það sem hendir mig,
og þú víst bætir öll, sem kannt,
áföllin hryggilig!
10.
Fyrst ódauðligt var allt hjá þér
annað en það sem dó:
líkama veiku limirnir,
líka dýrmætir þó;
hver veit hve dýrðligt orðið er
eðlið sem guð þér bjó?
Eja! það bíður eftir mér
í þinni sælu ró.
11.
Ástartryggð þín sem aldrei sleist
enn fellur mér í vil
í betri veröld endurreist
eftir skammt tímabil;
nær þessi sál, af líkam leyst,
leikur þín gleðispil.
Æ! seg mér, seg mér, ef þú veist,
er nú langt þangað til?
12.
Verkfæri guðs í hendi hér
til hjálpar mörgum varst,
og unaðsemdar, eins sem mér,
æ meðan fjör til barst;
ráðstöfun hans það einnig er
að þessi strengur skarst,
og eg með því sem enginn sér
andvana-teikni snarst.
13.
Hver var ella sem hvatti mig
hvíslandi mér í brjóst,*
fúsum að sjá og finna þig
í fjarlægð, áður en dóst,
við efsta lífsins staddan stig
af stað þá héðan bjóst
án þess að nokkur sýndi sig
sem mér það gjörði ljóst.
14.
Syrgjandi-glöðum sýnt var mér,
þar sóttust Dyggð og Hel:
hvílík deyjendum heill það er
að hafa lifað vel;
í efstu neyð þú auglýstir
ánægt og rósamt þel;
margt gott eg læra mátti' af þér,
en mest eg þetta tel.
15.
Nú, þótt eg syrgja megi mest,
sem missi stærstan hlaut,
og hvern þú sífellt annaðist,
því oftast var í þraut;
samt heyrði margur sáran brest
er sóttin líf þitt braut;
þú eftirlæti og unan best
sem Ísland góðs af naut!
16.
Lærdómur þinn og listasafn
ljós var og sómi hreinn;
fár vorra landa fannst þér jafn,
fremri víst ekki neinn.
Þú ræktir meira rentu' en nafn,
reyndi það margur sveinn*;
minn fyrir veika mærðar stafn
meðbyr og leiðarsteinn!
17.
Verkin, sem orðin voru hrein,
vitur og rík af snilld,
athugi' og röksemd á þeim skein
en engin tálfordild.
Ásýnd hégómans aldrei nein
af þér var metin gild;
betri mér draumsjón er þín ein
en ótal dára fylgd.
18.
Þig áttu, fram að dauðadúr,
dyggðir elskhuga sinn,
ráðsvinnur, hollur, réttsýnn, trúr,
í ræðum viðfelldinn.
Vinum stöðugur varstu múr,
valdi þá forsjálnin,
hvort sem kjör báru sæt eða súr
sami var hugur þinn.
19.
Allt var þitt dagfar elskuligt,
með yndi fjölkryddað,
öllum hógvært, en engum styggt,
eins glatt í hverjum stað.
Eitt orð mín tíu vann í vigt
því viskan samdi það,
á merg en ekki mælgi byggt
svo mesta gagn var að.
20.
Sitt hefir dauðinn sorgarstrik
sett nú þar gleðin stóð,
ó, það hryggiligt augnablik!
ó! hvílíkt harma flóð!
Mín námdís raular, naumast kvik,,
nás-orðum feigðar ljóð;
svo læt eg af, og seinast lyk
söngva með þessum óð:
21.
Æ, lif blessaður elskuvin!
upphrópa þankarnir,
við dauðans meðan dyr eg styn
og dapran trega ber:
önd mín við kjörin huggast hin
sem himin veitti þér,
sú ein tilhlökkun síst er lin,
að sömu geymist mér.
22.
Endurminning með ást og hryggð,
iðugligt þakkarmál,
sífelldur heiður brjósts í byggð
blandinn við trega-skál,
þrátt skulu goldin þinni dyggð
uns þrýtur ævin hál.
Andlátið holdi', en ekki tryggð,
afklæddi þína sál.Athugagreinar

8.7 þ.e. dauðinn; sbr. Pópes Tilraun um M. 1. Bréf  1 203.
13.2 Þá konrektor sál. Halldór lá banalegu sína, virtist séra Jóni vakanda sem einhver hvíslaði að honum þessum orðum: „Viljir þú finna vin þinn, þá farðu strax!“ en þá vissi hann ekkert um hversu Halldóri leið.
16.6 þ.e. lærisveinn.