Stórborg [E] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stórborg [E]

Fyrsta ljóðlína:Hér sit ég fangi, villtur í þessu þrönga
bls.64–65
Viðm.ártal:≈ 0
Hér sit ég fangi, villtur í þessu þrönga
þaklausa völundarhúsi af malbiki, steini.
Og Mínotáros, mannætan, skrímslið, innstur.

Þó brýst ég stöðugt út, án þess ég reyni
útgönguleiðina sjálfa: í fugli sem hnitar
hring yfir turni; trjám á dreymandi ferð

til himins og moldar og gróa sem grænir vitar
í götunum; vatni sem hvílist, vatni sem gýs
í brunnskál torgsins og blikar við sól og mána

finn ég mér útgöngu, opna leið sem er vís
til annars samhengis, stærri og flóknari heildar
völundarhúss þar sem enginn veit hvað býr innst.