Hér uppá svarar ein | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikivakar í gleðivöku 5

Hér uppá svarar ein

VIKIVAKAR Í GLEÐIVÖKU
Fyrsta ljóðlína:Mig hefir tekið mætur einn
bls.219
Bragarháttur:Vikivaki
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Vikivakar
Svoddan kveðju sýnist mér
að sæma auðarlundinn:
lukkan sigi í segl hjá þér
og Salamons gustur
sólvarma bundinn.
1.
Mig hefir tekið mætur einn
minnst við kvæðum búna
ungur, fríður sæmdarsveinn
við síðuna aðra núna,
líst mér fróður og lyndishreinn;
ljúflega fellur þetta mér.
> Lukkan sigi’ í segl hjá þér.
Þótt minn rámur raddarteinn
rati’ ei kvæða sundin.
> Salamons gustur
> sólvarma bundinn.
2.
Svo er nú öld um heimsins hlið
hrekkja vafin í galla,
að mega nú ekki meyjarnar við
menn í kvæðum spjalla,
því er vikið í vonsku snið
ef víkur hún honum góðu’ af sér.
> Lukkan sigi’ í segl hjá þér.
Mun eg þó halda mínum sið
mens við frægan lundinn.
> Salamons gustur
> sólvarma bundinn.
3.
Þeirri’ upprynni‘ svo er að sjá,
sól í heiði skæru
fríðri jafnan faldaná
með flestri heimsins æru
sem ætíð fengi augunum sjá
andlit þitt og prýði ker.
> Lukkan sigi’ í segl hjá þér.
Henni gengi að högunum þá
hagfeld blíðustundin
> og Salamons gustur
> sólvarma bundinn.
4.
Þótt forlög vilji ærið aum
okkar fundi skilja
lukkan ætíð lausan taum
láti að þínum vilja.
Vaknaðu jafnan við þann draum,
vinurinn kær sem bestur er.
> Lukkan sigi’ í segl hjá þér.
Hrepptu síðan í himnaglaum
heilagan sælu mundinn.
> Salamons gustur
> sólvarma bundinn.