Vikivakar í gleðivöku | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikivakar í gleðivöku 1

Vikivakar í gleðivöku

VIKIVAKAR Í GLEÐIVÖKU
Fyrsta ljóðlína:Suðrar nökkvann, súð þótt bíði
bls.215–216
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Vikivakar

Svo kveður ungur maður í gleðivöku til kvenna

Að þér fljóti heiðurinn hár
og hamingjulánið þýða,
lífsins bót og lukku ár,
lilju blómið fríða,
liljublómið fríða.


1 Suðrar nökkvann, súð þótt bíði,
set eg dökkvan út á víði;
mér ei hrökkva mærðar smíði,
mest því brestur viskusjár.
Að þér fljóti heiðurinn hár.
Aðrir klökkva óðarsmíði
ýtra þökk af motrarhlíði
bjartri bíða.*
Lilju blómið fríða,
lilju blómið fríða.

2 Hefi‘ eg í sinni, hæversk tróða,
um heiðurinn þinn og prýði góða,
ef að eg kynni, ljúft að ljóða
og leyfið gæfi, svanninn klár.
Að þér fljóti heiðurinn hár.
Hugarins minni, hæg og rjóða,
hrærist inni þér að bjóða
lofið lýða.
Lilju blómið fríða,
lilju blómið fríða.

3 Hefi‘ eg grundað gæfu þína
gullhlaðs lindin, snjöll og fína,
lítið blundað, bitur pína
brennir unnum sinnu krár.
Að þér fljóti heiðurinn hár.
Brjóstið undað ástir brýna
alla stund fyrir snilli þína,
þiljan þýða.
Lilju blómið fríða,
lilju blómið fríða.

4 Hvarma grjótið hýru bærir,
harma spjótið nýrun særir,
ástarhótin lystug lærir,
lundinn þann sem hver með gár.
Að þér fljóti heiðurinn hár.
Þjóstinn ljóta flestum færir,
fyrst að snótin síst þeim tærir
þelinu þýða.
Lilju blómið fríða,
lilju blómið fríða.


5 Farvel tróðan Fýrisvalla,
fegurðar gróðann þig má kalla
sem röðullinn góður hæstu halla
í heiði gleður augnabrár.
Að þér fljóti heiðurinn hár.
Detti hróður Suttungs salla,
sit eg hljóður nætur *alla
ævi síðan.
Lilju blómið fríða,
lilju blómið fríða.


Athugagreinar

1.8 bíði í handriti (Thott 473 4to).
5.7 allar í handriti (Thott 473 4to).