Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Rímur af Partalopa og Marmoríu 5

* Rímur af Partalopa og Marmoríu – Fimmta ríma

RÍMUR AF PARTALOPA OG MARMORÍU
Fyrsta ljóðlína:Kerin óma hvolfdu tóm á borði
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1851
Flokkur:Rímur
1.
Kerin Óma hvolfdu tóm á borði,
þar sem drengir dæmdu rekk,
dugað engin vörnin fékk.
2.
Lá þar bundinn laufaþundur fríði
þangað ríða seggir sjá,
seimahlíð er gljáir á.
3.
Marmoríu móður fría systir;
hét Órækja, heilsa nam
hróðugs lækja mörgum gram.
4.
Hvað er í efni hringa Gefni spurði,
ýtar svanna segja þar
satt um manninn eins og var.
5.
Mærin segir: „Minnkun greyið hefir
okkur gert með æði sín,
er því vert hann mæti pín.
6.
Eg skal taka töframakann leiða
og svívirða á alla grein,
öðlist stirða dauðans mein“.
7.
Gjörðu þegnar þessu fegnir játa,
vurðu af með allt það sinn,
álmastaf og kostnaðinn.
8.
Burtu ríður ristill fríður síðan
lætur fjóra fylgja sér
fleina þóra, trúr var hver.
9.
Fáknum vésar fyrir nes og staði,
uns hún fór að einni vík,
undir stóra kletta brík.
10.
Sté á land en stóð á sandi bátur,
ára gammi þessum þar
á þorska hvamminn ekið var.
11.
Ýtar fóru út á jórinn siglu,
árar sækir öldu gjálf
og Órækja stýrði sjálf.
12.
Frí af slysum fyrir Siselíu,
frekt þó ýfist flyðru hús
framhjá drífa staðnum Prús.
13.
Faldar skauti fínu skrauti meður,
burða stífu boðana,
blakkur klýfur sólborða.
14.
Undir gnípu ei þar hnípir lengi.
Lopi þekkir þessa leið,
þótti stekkjar gatan breið.
15.
Stýrði að mæri storðin skæra bauga.
Lopi fyrstur fór á land
fótum risti blautan sand.
16.
Fífuþórar festu stjóra í mari.
Þannig orða tekur til
tvinna skorð um þetta bil:
17.
„Gramsson fríði glansa prýði meður,
allt hið góða gefist þér,
á græði, láð og hvar þú fer.
18.
Þig eg frelsa þorði úr helsi nauða,
eins og haga þykir þér
þína daga lifðu hér“.
19.
Lífgjöf sprakka Lopi þakka réði,
og ástum snúna ærutaug.
Að svo búnu skildu þaug.
20.
Heim réð sigla sig þó ygli bára,
hýr á lækja hröðum glað
hún Órækja eftir það.
21.
Dauða sektum sér alþektum mönnum
hótar einurð auðarlín,
utan leyni ferðum sín.
22.
Lopi reið um land og eyðimerkur,
þurfti fram um þykkan skóg,
þófa gammur mæddist nóg.
23.
Rifnuðu klæði Raums á fræða viði,
þrautum sorfinn þankann fann,
þá var horfin dagsbirtan.
24.
Brustu silkin burt af hylkjum rifja.
Meður arði mæðunnar
Miklagarði frá hann var.
25.
Hann að París hófamarinn keyrði,
svefnkastala sinn í fór,
sorgum kvalinn laufa Þór.
26.
Lásaspyrnur lætur dyrnar fyrir,
ætlar svelta sig í hel,
svoddan hélt að tækist vel.
27.
Borgar múgur mennta drjúgur sagði,
konungsarfa kostinn hér
kappa þarfa sjáum vér.
28.
Hlöðver segir: „Hér er ei að villast.
Lopi er farinn seinn í sal,
son minn þar eg finna skal“.
29.
Fljótt upp stendur fána kenndi meina,
kongur fer til kastalans,
karskur ber á dyrnar hans.
30.
Lofðung furðar læstar hurðir voru,
biður ljúfan Lopa sinn
langan rjúfa slagbrandinn.
31.
Gramsson ræðir: „Gylfi hræðilegur,
allar mínar ánauðir
á ég „svín“ að launa þér.
32.
Farðu burtu fjarri kurt og sóma,
skeyt þú eigi meir um mig,
má eg deyja fyrir þig“.
33.
Harmi seldur sikling heldur þaðan,
þótti vaxa vandræðin
veifir axa þetta sinn.
34.
Drotning fer og djarfan tér við Lopa:
„Hjartans eðla yndið mitt,
ama geðið kættu þitt.
35.
Elskulegur, leyf mér þig að finna,
hverfi sút úr hyggju rann“
„hver er úti“, sagði hann.
36.
„Það er eiða þín“ óreið hún sagði:
„Mér ef eigi hlýðir hér
hlýt eg deyja, það eg sver“.
37.
Örva rjóður ansar fljóði góðu:
„Mér var smærri þægð í því
þú mig bærir heiminn í.
38.
Hlýt eg líða hugar stríðan kvíða,
vesæl móðir vappa frá
vert ei bjóða þig að sjá“.
39.
Harmi þrungin, hartnær sprungin svanni,
dragnast þaðan, dáð naum er,
Drottinn bað að hjálpa sér.
40.
Biskup kemur, brátt á lemur hurðu,
sagði: „Bróðir besti minn!
Bið eg, móðinn lækka þinn.
41.
Lát upp salinn lista valinn kappi,
endurhressa þarf eg þig,
þiggðu blessan fyrir mig“.
42.
Lopi sagði: „Ljótur bragða refur,
alla muna má eg þér
mislukkuna skeða mér.
43.
Leiður furtur, farðu burtu héðan,
illur þjófur, orðsnápur,
ama grófur, táldrægur.
44.
Ef ei hættir hér að þvætta kauði,
hjartað para mundi mitt,
miðju bara sundur þitt“.
45.
Heim á brautir biskup snauta réði,
heiftarsvörin sagði þó,
sorgar ör í hjartað fló.
46.
Þá var sorg í þengils borg hjá lýði,
enginn þorði niflungsnið
nokkurt orð að tala við.
47.
Í þessu bili þengils til að kemur,
ungur maður, ókenndur,
altýgjaður, vænlegur.
48.
Marhölds arfi menntaþarfur, djarfur
hafði fengið Hlöðvers nafn,
hann var drengur bestum jafn.
49.
Kýs að finna kongssoninn að máli,
hvergi þegja höldum ber,
honum segja hver hann er.
50.
Vilji nokkur víra stokkinn finna,
dárleg orð og dauðans eim,
Dulinn korða velur þeim.
51.
Hlöðver fréttir: „Hefir ’ann stéttað mörgum?
Bíður svara „enginn enn“
„illt ei sparar dár við menn“.
52.
„Yfir mig gengur“ álma Fengur sagði:
„Hræddir dauðans hótan við
heldur blauðir eruð þið“.
53.
Fer ei blíður, fram að ríður höllu;
þar sem byrstur Lopi lá,
laufa kvistur mælti þá:
54.
„Ljúk upp vinur, lát af hinu vonda“
Svo sem áður semur hinn,
sín ódáða hrakyrðin.
55.
Spyr þó hvaðan Hár orms traðar væri
Allt af hreinu hjarta þar
Hlöðver greinir eins og var.
56.
Forsi megnu fylkirs gegnir arfi.
Hlöðver gekk að glugga þá,
gægst inn fékk, og Lopa sá.
57.
Legið frægur fjórtán dægur hafði.
Orðinn fölur, inneygur,
af geðs kvölum nábleikur.
58.
Ristir hurðu Hlöðver burða stóri,
vígalegur æðir inn,
ætlar vega móti hinn.
59.
Darraviður* dettur niður aftur,
aflþrotinn og óvit beið,
ekki finnur hvað sér leið.
60.
Hlöðver lætur hilmis mætann arfa
upp í sæng sem inni var,
undir vænginn hjúkrunar.
61.
Draupnis hauður hélt að dauður væri
yfir grætur niflungsnið,
neggsins* rætur komust við.
62.
Stundin líður, lífið bíður svona,
ljóssins bliki líkur hreinn
Lopa kvikar auga steinn.
63.
Kætist aftur korða raftur fríði,
dreypir víni á vænan svein,
vill að týnist hryggðar mein.
64.
Lopi hressist. Hlöðver blessar þannig:
„Fagni sælu þanki þinn,
þú indæli vinur min.
65.
Á yðar náð og æru, tjáð með dáðum,
er eg flúinn alslaus hér,
á Guð trúa líknar mér.
66.
Heli mæddur minn er klæddur foldu
mæti faðir Marhöldur,
mikill það er söknuður.
67.
Alla hef ég yfirgefið mína,
vini, móður, vellysting,
vistir, lóð og nöðrubing.
68.
Sömu trúar sem ert þú ég vildi;
með þér bera mótganginn,
mann þinn vera herra minn.
69.
Hættu að sorga sefrings torga* viður,
en þú hefur uggir mig,
yfirgefið sjálfann þig.
70.
Þigg upp rísa þar er prísinn betri,
til að borða meður mér,
megnu forða hungri þér.“
71.
Lopi reiður ræðir: „Neyðarævi
mín er ærið margvíslig,
margt illt særir hyggju stig.
72.
Vil eg heldur vera seldur bana,
en þú heiðinn hundurinn
hér til reiðir forða minn.“
73.
Hvað sem tautar hann á brautum þrautar.
Hlöðver bæði helti og tróð,
hollri fæðu baugs í rjóð.
74.
Þoldi stím, að stuttum tíma liðnum,
uppfansaður, eins og var
alheill maður tilsýndar.
75.
Litlu síðar Lopi fríður sagði:
„Fyrst þú braust á fundinn minn,
frægsti trausti vinurinn.
76.
Aftur skilja skulum viljugt eigi
fjörsins meðan auðið er,
áttu héðan fylgja mér.
77.
Mér einstaka mæðu bakað hafa
frændur mínir, furða er,
freka pínu juku mér.
78.
Hér á vegi verum eigi þeirra,
við skulum halda héðan því“
Hlöðver óbaldinn játar frí.
79.
Þegnar hraðir hófa naði taka,
ríða báðir bragnar hljótt
brott á láði, þá var nótt.
80.
Í þorpi einu þáðu beina góðann,
svo hjá þræða sorgirnar,
saman ræða félagar.
81.
Hlöðver segir: „Halda eg feginn vildi
á mitt góða föður frón,
fyrðum bjóða þar um sjón.“
82.
„Eða skírast að Guðs dýra nafni.
Fróns um slóðir fylgja þér
fleinarjóður hvar þú fer.“
83.
Lopi hjalar: „Heyri eg tal þitt maður“.
Eftir nætur skundað skeið,
skjótt á fætur, ekki beið.
84.
Sækir klerkinn klæddan serki messu
til að þylja skírnar skrá,
skaparans vilja gjörðu þá.
85.
Skírður Hlöðver hæsta föðurnafni,
sonar og anda sem að ber,
svæfi fjandans verkanir.
86.
Lopi hélt á lausnar veltir steina,
tapaði ekki hugar hús,
heitið fékk hann Barbarús.
87.
Þar með dáðum þreyðu í náðum báðir
höldar boða hjörvastaf
hvítavoðum færast af.
88.
Litlu síðar laxsmenn ríða báðir,
garpar náðu glæstri borg,
gisting þáðu, misstu sorg.
89.
Blærinn Fenju framar venju þýður
Lopa þar um lyndis krá
lystugrar til gleði brá.
90.
Hann Barbarús hátta var í hvílu;
undir dýrum darra kvist,
dauða hlýra faðm lagðist.
91.
Lopi segir sinn við eiginn huga:
„Ofur vaxa mætur mér
meið á axa þessum hér.
92.
Mér ei hæfir hafa gæfu slíka.
Eg er dauða dæmdur til,
daprar nauðir hafa vil.“
93.
Burtu gengur bráins engja viður,
tekur fráa fákinn sinn,
fór hann á með reiðtýgin.
94.
Ör um stræti eins og fætur toga,
gullintoppur gengur vel,
gufar snoppa, freyða mél.
95.
Spora slætti sleipnir mætti Lopa,
þar til sjóar bylgjan breið
bragna ógar [?], þangað reið.
96.
Við þorska kór af þreyttum jóri stígur.
Um skóginn víða skundar ótt.
Skála smíðar hreysið ljótt.
97.
Gat upp losað gráar mosa fléttur;
yfir vangurs upphrófin,
endilangur skríður inn.
98.
Kalda hlátur hló svo mátulega,
kominn vera þóttist þar
þenkja fer til helstundar.
99.
Liggur Partalopi þar til dagar.
Býst eg fús í bragar skrá,
Barbarúsi segja frá.
100.
Daginn vaknar við, og saknar Lopa,
mjög ógladdur Yggs á frú,
illa staddur þóttist nú.
101.
Baugakvistur blómgaður kristnu heiti,
má ei ráða ríki sín,
rænu þjáður illri pín.
102.
Um sinnisheiði sór hann eiðinn dýra;
laufa hauð upp leita þann
svo lífs eða dauðan fyndi hann.
103.
Læt eg gætinn leita hreytir skeyta,
hvar sem tæki hefir á,
Hér Órækju segi frá.
104.
Farin heim af ferða sveimi um geima,
lætur berast boðin þá.
„Búið er um Lopa að sjá.
105.
Enginn maður altrúaður hefir,
heims um veg að hyggju mín,
heiftarlegri þolað pín“.
106.
Fregnar þetta frúin mettuð harmi
Marmoría sinn í sal,
sorg á nýjar eftir hal.
107.
Sagði: „Hef eg hýru gefið Lopa,
eftir svinnan Örva Njörð,
arfur minn er gremja hörð.
108.
Upphrópaði, útfossaði tárum.
Sagði vei þér versta Hel!
við mig þeygi breytir vel.
109.
Fjörið kreistir flóðs úr neista hara,
dreyrgan* breystu brjóstið mitt,
burtu sleistu fólið þitt.“
110.
Klæðin hreyf, á höfuð dreifir moldu,
fellur niður flöt á grund,
frelsarann biður langa stund.
111.
Sitt að hjarta sundur partast mætti,
að hún fengi Drottins dýrð,
sem daprar engin gleði rýrð.
112.
Leið þá yfir eyju Sifjar harma,
vellur blóðið vitum frá,
vitkaðist fljóð, og stundi þá.
113.
Ráðið hleypur, hana sveipar blíðu.
Sagði: „Hæfir hrings ei rún,
harmi kæfa lyndis tún.
114.
Þig sá glæpur þokka tæpur henti,
með þeim apa manni að sýn,
meydóms tapa gulli þín.
115.
Okkur þætti þér al bættur skaðinn,
ef þú mærin yndislig,
árla færir gifta þig.
116.
Þeim á mæri mestann bæri sigur
í dal neyðar átökum
og burtreiðar fimleikum“.
117.
Firða stansar fá ei ans af sprundi.
Karskir stefna konga þing,
kostinn nefna viðrétting.
118.
Að Miklagarði meður harða barða,
ríða snjallir ræsirar,
riddarar, jarlar, hertogar.
119.
Tyggjar skýrir tvennir þrír og átta,
ríkis fjáðir forstjórar,
fljótt á ráðin lögðu þar.
120.
Eftir páska allir háska lausir,
skulu meta manndóms pund,
móti fleta bráins grund.
121.
Margir frétta menn um þetta efni,
hjúpi laðast hlökkunar,
hálfsmánaðar frestur var.
– – –
122.
Litars bátinn læt eg sáturs njóta,
lögg í sötra Lóðins vín,
leti fjötrast tungan mín.


Athugagreinar

59.1 darraviður: maður, hermaður. [?]
61.3 negg: hjarta.
69.1 sefringur: ormur, slanga; sefrings torg: gull; viður sefrings torga: maður.
109.2 dreyrgur: blóðugur.