Giftingageisli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Giftingageisli

Fyrsta ljóðlína:Heyrðu mig vinur einu orði
bls.254–259
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Kvæði þetta ásamt ’Tobbusálmi’ hefur Ól[lafur] Runólfsson hripað niður eftir Arndísi Bjarnadóttur, sem hann var samtíða nokkur ár kringum fermingaraldur. Telur hann „líklegt að þau séu ekki mikið færð úr lagi, því að Arndís gamla var bæði næm og stálminnug.“ Arndís Bjarnadóttir (f. 1792) var barn á Borg í Skriðdal hjá Indriða bróður Hallgríms og Ólafur Runólfsson (1847–1927), skrásetjari kvæðanna, var í kringum fermingaraldur á Þorvaldsstöðum þar sem Hallgrímur bjó um tíma. Er ekki ólíklegt að Arndís hafi þá einnig   MEIRA ↲
1.
Heyrðu mig vinur einu orði
eg vildi hvíslað hafa að þér.
Hamingjan samt mér frá því forði
fleirum að segja hvað til ber.
Eg minnist á það því við þig:
Þú ert ei skrafinn — grunar mig.
2.
Eg á mér sonu ekki fáa,
allir sem vita hér í sveit;
suma af þeim ég segi smáa
samt væn mannsefni, það ég veit.
Sá elsti þó af öllum ber,
á ári nítjánda talinn er.
3.
Hann er íþróttamaður mesti
menn sem hér tíðka innanlands,
ég vænti honum lúti firða flestir
fangbrögðum í um sveitakrans.
Hann er reyndur að harðfengi,
hann er efldur og snarmenni.
4.
Ef byrjuð hér væri bændaglíma
brögnum þá veittist gleðisjón,
þá mundi hann voga þar að stíma,
það er máske hann stóri Jón,
sem standa kynni stinnt á beð
og stæði fyrir þeim dálítið.
5.
Hér í frásögn helst ég yppti
hreppstjórasoninn glímdi við.
Flestum þóttu þá fljót umskipti,
fallega lék þá drengtetrið.
Þú lætur bera ekki á.
Ef það er lygi — svei mér þá.
6.
Giftingarhugur er nú orðinn
í honum svo sem vonlegt er.
Ein er hér fögur faldaskorðin
flestöllum snótum af sem ber.
Hann mundi líka, held ég sjá
hvar álitlegast sýnast má.
7.
Kenna mér sumir þá um þetta —
það er nú reyndar ekki satt.
Samt ef ég skyldi segja hið rétta
í sumar upp hjá mér það datt,
hvort ei væri komið enn í hann
að eiga kannske með sig sjálfan.
8.
Hann réði aftur hér til ansa,
helst um jarðnæði mundi tregt.
Mig tók þá sjálfan sem að stansa
því svarið þótti mér skynsamlegt.
Því lýgur ekki þanki minn,
það er fornúftarpilturinn.
9.
Þér nú skilninginn þetta gefur
og þeim, sem bera kennsli‘ á mig,
of lítið þá hann af mér hefur,
ef ekki lítur í kringum sig.
Síst færi miður — segi‘ ég enn —
ef svo væri fleiri ungir menn.
10.
Eg komst nú þannig þá að orði,
þú skalt ei kvíða veslingur,
og spurði hvar hann helst til horfði.
Hann mændi beint í landsuður.
Varla hægt honum varð um ans,
vöknaði um augun listamanns.
11.
Mér lá við þegar þá að vikna,
því ég hef næma tilfinning,
helst þá ég sé að saman kviknar
sönn skynsemi og tilhneiging.
Aftur ég vík til efnisins,
eg vildi lítið minnast hins.
12.
Þetta mér áður þankinn kenndi,
þá veik ég svona máli að:
Eg sá hvert þú sjónbaugum renndi.
Sólin var í hádegisstað.
Eg hygg hún gangi hægt og stillt,
hækki og lækki sem þú vilt.
13.
Hreppstjórinn er í horni þungur,
hann læst ei þessu samkvæmur;
honum þykir hann allt of ungur
og kannske nokkuð fátækur.
Hann finnur löngum eitthvað að —
ekki er nú að marka það.
14.
Hann segir: Þegar girt sig geti
gifta viljum við strákinn hvörn.
Eg held ég ekki hopi fetið
honum fyrir um þvílík börn.
Hann á dögunum hér ég fann
hreyttum við orðum þá saman:
15.
Ætli þeir gamlir eigi að verða,
er ei kátlegt að heyra það?
Svoddan má æsku sómann skerða —
sex um tvítugt — ellegar hvað?
Ónei, það koma aldrei hér
of snemma góðu dagarnir.
16.
Hvað skal sá dráttur hafa að þýða
hér þarf ei mikinn lærdóminn,
og ár af ári eiga að bíða,
þó allt vanti þar til búskapinn,
þótt engin sé jörð og ekkert fé
allt kemur það eftir hendinni.
17.
Þeir segja hann hafi ei bagga bundið
né borið sig að skera torf.
Að öllum verður eitthvað fundið,
allt kemur þetta strax í horf.
Þeir ætla hann hafi af mér keim
ætíð að lafa á húsgangs reim.
18.
Ef hans bollok ei verður verra
og við mitt jafnast — nægir þá.
Þótt efnin kunni einatt þverra
einum er þetta varla að lá.
Eg skal ei mikinn eiga auð
ef að hann líður mikla nauð.
19.
Eg sit yfir því sofinn og vakinn
að saman þar komi laglegt bú.
Eg mun til sjá að hreint óhrakinn
hann verði fyrstu árin þrjú.
Þó mér skuldirnar þrengi rammt
úr þessu öllu klýf ég samt.
20.
Sex þeir mér borða- seldu -skífur
í sumar hérna á Eyrinni.
Eg eyði þeim ekki á hvað drífur
og ætla *þér piltkindinni.
Og hvað sem fleira tínist til
telja það upp ei núna vil.
21.
Eg hef nú sagt þér svona af létta
sitthvað er þessu heyrir til.
Margt er samt fleira þó um þetta,
á það ég síðar minnast vil.
Varúð að brúka verður hvur.
Vertu nú sæll og blessaður.
20.4. þér] þær [?]