Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Illmálug tunga

Fyrsta ljóðlína:Málug tunga mæðir
Viðm.ártal:≈ 1750

Skýringar

Kvæðið birtist fyrst í annarri útgáfu Snótar 1865.
Málug tunga mæðir,
margan vosi bræðir,
þjáir, þyrnum klæðir,
þegar hún spýr og æðir;
hrekkjum ann, en hrindur sann,
hryður skömm og læðir;
oft á þann, er ei til vann,
illu marki slæðir;
sjaldan tefur svörin grá,
sakir vefur til og frá,
kerskinn hefur kjaft upp á,
klípur, jagar, hæðir;
stundum gefur stirða spá,
stílinn grefur dýpra þá;
hvinum skefur hvoftinn blá,
hrakóskunum flæðir;
glóðir vítis glæðir,
grimmar yrjur skæðir,
flest afgæðir, frið hræðir.
Svoddan munnur þokkaþunnur
þrif á jörð ei græðir,
hrós né hylli þræðir,
heilög skrift það ræðir.