Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þakklætissálmur eftir meðtekning heilagrar kvöldmáltíðar

Fyrsta ljóðlína:Himneski faðir hjartakæri
Heimild:Litla vísnabókin 1757 bls.bls. 86–91)
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar
1.
Himneski faðir hjartakæri,
hreinasti elsku brunnur,
líf mitt og sál þér lof syngi,
líka munnur og rómur.
Hold þitt og blóð nú hefur mig
hjálplega nært og drykkjað.
Ástverk þín eru óteljanleg,
öllum er vel þeim skikkað.
En hvað er eg, ill og óverðug,
aumasta syndug skepna
sem Guð hefur svo til góðan hug
að gjöra um eilíifð heppna.
Jesú Kristí, eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
2.
Alla framkomna ást og trú
eg þér, minn Jesú, þakka.
Mannlegt hold á þig mitt tókst þú,
mér lést þitt guðspjall skikka:
Fyrir dauðastríðið þitt stórt
og strangt og gæskuna þína heita,
fyrir högg og háðungar
hlýðing þyrni-kórónu,
fyrir blóð það allt sem broddurinn skar
um blessaða þína ásjónu,
Jesú Kristí, eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
3.
Eg þakka þér fyrir undir og eymd
alla sem hold þitt þoldi,
fyrir öll þín tár af augum streymd
og allt það þig, Jesú! kvaldi,
klæðflettan og krossfesting,
kvein, fótspor, harðan dauða
og alla lögmáls uppfylling
orðna fyrir blóð þitt rauða,
fyrir sátt við Guð og syndabót,
sætt og algjörlegt frelsi
frá öllu því sem mér var mót,
myrkra-djöfuls fangelsi.
Jesú Kristí, eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
4.
Eg þakka þér, minn Jesú Krist,
fyrir þitt hátt réttlæti,
fyrir helgan anda og hans návist
og himneskt eftirlæti,
líka fyrir þá líkn og náð
að lofar þú mér að trúa
að fyrir þitt fullt hjálparráð
eg fái hjá þér að búa;
hvar í pant þitt hold og blóð,
herra, mér vildir gefa
svo síður skyldi sál mín góð
sannleik míns Drottins efa.
Jesú Kristí, eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.