Hundrað ára minningarhátíð Jóns Sigurðssonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hundrað ára minningarhátíð Jóns Sigurðssonar

Fyrsta ljóðlína:Úr fjarsta dal á fremstu strönd
bls.287
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1911

Skýringar

„Á Seyðisfirði, 17. júní 1911.“
1.
Úr fjarsta dal á fremstu strönd
er frónski dansinn stiginn
og nú er öllum hægt um hönd
að horfa’ á bræðravígin.
Úr mörgum benjum blæðir nú
er Baldur vor er látinn
og engan villir vonin sú
hann verði úr helju grátinn.
2.
En annað hugði’ hann oss og sér
en okkur smánin taki
sem frægðarlausan flóttaher
með festa skildi’ á baki.
Þá varð það æfiverk í sand
að vinna’ oss auð og hróður
í staðinn fyrir fargað land
og fyrirlitna móður.
3.
En til þess lengst hann lífi sleit
við litla þökk á verði
og varð að baki úr sinni sveit
að sjá við Hrappi’ og Merði.
Og lítið sýndist saknað hans
þótt sigurhátíð stæði;
hann fékk að horfa langt til lands
og lesa’ um aðra kvæði.
4.
Svo dapurt var á verði, Jón,
svo víða’ í felur skriðið,
uns morgunbjarminn bryddi Frón
og brýnt var deiga liðið.
Þá dreymdi móður drauminn sinn
um drengi er ekki svíkja
og heimti’ oss unga’ í hópinn sinn
því hann mundi’ aldrei víkja.
5.
Og enn þá mænir allt á þig
á aldardegi þínum
sem vonast til að verja sig,
sem veit af arfi sínum,
sem ekki’ er keypt af eigin hag
né undir hatri grafið.
Er vandar byggt vort bræðralag
en brú á Atlantshafið!
6.
Með þér var hver einn háski fær
um hrjósturvegu farna,
og síst með þér oss þjökun nær,
ef því má nokkuð varna;
og lengst í álfur ljóma slær
á leiðir Íslands barna
við hvítra tinda heiðin skær
þín háa, bjarta stjarna.