Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þakklætissálmur eftir meðtekning heilagrar kvöldmáltíðar

Fyrsta ljóðlína:Himneski faðir hjartakæri
Heimild:Litla vísnabókin 1757 bls.bls. 86–91)
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar
1.
Himneski faðir hjartakæri,
hreinasti elsku brunnur,
líf mitt og sál þér lof syngi,
líka munnur og rómur.
Hold þitt og blóð nú hefur mig
hjálplega nært og drykkjað.
Ástverk þín eru óteljanleg,
öllum er vel þeim skikkað.
En hvað er eg, ill og óverðug,
aumasta syndug skepna
sem Guð hefur svo til góðan hug
að gjöra um eilíifð heppna.
Jesú Kristí, eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.