Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Seyðfirðingum sagt til synda:

Fyrsta ljóðlína:Mér hefur verið sagt í svip
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Háðkvæði
1.
Mér hefur verið sagt í svip
sem ég reyndar lítils virði,
að lyga-slúðurs lekahrip
lasti mig á Seyðisfirði.
2.
Af mér vilji æru flá,
þeir eru sjálfir lítils virði.
Hverjir eru þessir þá?
Þeir þekkjast best á Seyðisfirði.
3.
Ef segja skal ég satt og frómt
– sem að þó er nokkurs virði –
utangyllt en innantómt
er svo margt á Seyðisfirði.