Allt frá þínum æskumorgni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Allt frá þínum æskumorgni

Fyrsta ljóðlína:Allt frá þínum æskumorgni
bls.184
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1917

Skýringar

Páll frá Hjálmsstöðum umgekkst Stephan G. Stephansson þegar hann kom til Íslands sumarið 1917 í boði ungmennafélaganna. Þá orti hann þetta kvæði til Stephans en lét hann aldrei heyra það. Um það farast honum svo orð í Tak hnakk þinn og hest:
„Ég hafði ort til Stephans, en hann fékk aldrei að heyra ljóð mitt. Þótti mér seinna slæmt, að ég skyldi ekki hafa gert það, því að svo vænt þótti mér um hann, að ég hefði viljað segja það sem hjarta mitt mælti bezt, en í ljóði hefur mér, að minnsta kosti, alltaf betur tekizt að túlka tilfinningar mínar en í venjulegri orðræðu. Og hér er kvæðið:“
1.
Allt frá þínum æskumorgni
andans hefurðu boga spennt,
söngnum trúi eg undir orni
öllum þeim sem staka er hent.
Fjölbreyttara hljóð úr horni
hefur enginn til vor sent.
2.
Út um skóga, grænar grundir,
gnípur, ása, blómavöll
þín hafa liðið langar stundir
ljúfra braga sterngjaföll.
Bergmálstónum titruðu undir
Tindastóll og Klettafjöll.
3.
Kveikt þú hefur bragabálið,
blysum fágað svarta nótt.
Fægt til sigurs söngvastálið
svo um þig ei verður hljótt.
Frægt og auðgað móðurmálið
mælsku þinnar kyngiþrótt.