Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

* Hattkvæði

Fyrsta ljóðlína:Til skemmtunar eg skýri frá
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Ýkjukvæði

Skýringar

Kvæðið var einnig gefið út með ýkjukvæðum hjá Ólafi Davíðssyni í Íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur. Sjá „Þulur og þjóðkvæði“, bls. 324–326. Þar nefnist kvæðið „Hattvísur“ og er miklu ýtarlegra, 25 erindi. Fer Ólafur þar eftir Einarsbók dr. Jóns Þorkelssonar yngra sem skrifuð var í Gaulverjabæ 1780–1785 af Hannesi Kolbeinssyni. Ólafur getur í útgáfunni orðamunar úr tveim öðrum handritum og útgáfunni í Fróðlegu ljóðssagni sem hann telur „hraksmánarlega“ enda vanti þar í hana átta erindi.
1.
Til skemmtunar eg skýri frá,
skötnum þeim sem hlýða:
höfuðklæði eitt eg á,
ei finnst svoddan víða.
2.
Hattur er það með hagleiks art
herlega umvandaður,
bæði er í honum skjól og skart,
eg skrökva það ekki, maður.
3.
Hver hann setur höfuð á,
ef hér um rétt skal bera,
í mannatölu meiri sá
mun þá haldinn vera.
4.
Ýtum gjöri eg á því skil,
engan svo það villi,
í Rómaborg var búinn til
með bestu hagleiks snilli.
5.
Meistarar þrír, ég mæla vann,
með manndóms orku freak,
í þrjú ár voru að þæfa hann,
því mun hann ekki leka.
6.
Þeir hafa eflaust, þess er von,
þegið ómakstollinn;
borðinn kom frá Babílon
er bundinn var um kollinn.
7.
Svoddan þing ei þénti par
þeim er voru á snáfi;
ævi sína alla bar
Andríanus páfi.
8.
Fógetinn vill fá sér hatt,
mig fyrnar ei á því skvaldri,
þenk og víst að það er satt
þenna fær hann aldrei.
9.
Amtmaðurinn, eg vil tjá,
ærna maktin styður,
hattinum mínum hann vill ná
hvað mér líkar miður.
10.
Herra Gísli Hólum frá
höldum bannar hrekki,
hattinum mínum hann vill ná
hvað mér líkar ekki.
11.
Nú er líka *Níels Ker
í næsta harðri göngu,
samt mun hann ekki setja mér
svoddan þing með röngu.
12.
Sýslumennirnir, sagt er mér,
silfrið í hann bjóði,
prestagrúinn allur er
og í sama hljóði.
13.
Lögréttumenn ljóst ég finn,
látast þeir mig þéra,
hreppstjórar fyrir hattinn minn
hafa nóg að bera.
14.
Sel ég hann ekki, segi eg enn,
sjálfs míns eigin losta,
þó skyldu heyra hyggnir menn
hvað hann á að kosta.
15.
Hann skal kosta hafskip best,
heilfragtað með dölum,
Skriðuklaustur, skreiðarlest
og skák af tönn úr hvölum.
16.
Þó vil ég fá þokkabót
þetta rétt með sönnu:
sexræðing og selanót
og sjö fjórðunga pönnu.
17.
Samt er hann ekki seldur dýrt,
segi það hver sem biður.
Hjá honum þetta reynist rýrt
ef reiknað allt er niður.
— —
18.
Einhver kannske meini mér,
þó mál sé nú að þagna,
ljóðin, þau sem lykta hér,
lukkan styðji bragna.


Athugagreinar

*11.1 Níels Kiær var lögmaður 1728–1730 svo teja má líklegt að Hattkvæði sé ort um svipað leyti.