Vor í Skagafirði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vor í Skagafirði

Fyrsta ljóðlína:Bjarmar yfir brúnum öllum
Heimild:Burknar.
bls.48
Viðm.ártal:≈ 1925
Bjarmar yfir brúnum öllum
bregður roða á vötn og sæ.
Undir háum austurfjöllum
ársól heilsar hverjum bæ.
Eins og barnið saklaust sefur
sveitin, morgungeislum skírð.
Heill þér dagsins guð sem gefur
græna jörð í slíkri dýrð.


Athugagreinar

Þessi frásögn birtist í bókinni Stígandi - Frá Vallabökkum til Vindheimamela, útgefin 1995