Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Skilnaðarkvæði

Fyrsta ljóðlína:Við fáum stundum stormakast
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
o
o
o
o
o
o
o
o
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1897
1.
Við fáum stundum stormakast
þó staðinn fjöllin girði,
því þó að víða verði hvasst
er verst á Seyðisfirði.
Í konungsmanna kjólaskaut
hér koma ljótar hviður:
Þar sveiflast einn og sendist braut
og svo slær öðrum niður.
2.
Þeim hvirfilsvipum sveium við,
en síður þeir sem fjúka;
þá leggur gæfan hægt á hlið
í hlýja sæng og mjúka.
Og ekki mun sú höndin hörð
við hann sem núna fýkur:
hann á að skeiða um Skagafjörð
og skoða fagrar píkur.
3.
Þá fær hann Eggert börn og bú,
sem bæði er mikils virði;
því nóg mun efni í eina frú
í öllum Skagafirði.
Ó, hvílíkt yndi í Eggerts stað
að eiga slíkt að reyna;
það vesta kynni’ að vera það
að velja bara eina.
4.
En hitt er verra, vinur kær,
að vorum fundum lýkur;
en „eftir lifir minning maer“
sem mikið sjaldan fýkur;
og þér munu allir unna best
að eignast góða konu,
og góða sýslu, góðan hest
og góða og marga sonu.