Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Minni Þorvalds Thoroddsen

Fyrsta ljóðlína:Við feikna jökuls bretta brá
Höfundur:Hannes Hafstein
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
o
o
o
o
o
o
o
o
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1884

Skýringar

Hefur að undirtitli: „(Ísl. fél. 1. nóv. 1884)“
1.
Við feikna jökuls bretta brá
í brunnu eyðiklungri,
sem adrei nokkurt auga sá
og allt er dautt úr hungri,
þar aldrei heyrðist annað skark
en öskur storms og skriðu,
í sumar heyrðist hófaspark
og halir fram þar riðu.
2.
Er mælt að tröllum brygði’ í brún,
í björg sín inn þau runnu,
er Þorvald sáú þýða rún,
er þau fyrr alein kunnu,
um upphaf, myndun, aldur, hæð
og efni þeirra fjalla,
og frá þeim dreif því drífa skæð,
sem drepa skyldi alla.
3.
Svo er um þrýstinn Þorvald spurt,
að þar hann stöð sér valdi
og flýði ekki fet í burt,
á fönnum sló hann tjaldi,
og sat í ró og vann sitt verk
sem væri’ ei galli nokkur,
og er nú kominn, kempan sterk,
í kveld á svall með okkur.
4.
Heill hverjum þeim sem þreytir beint
mót þoku’ og hverskyns myrkri,
sem hreinum sannleik hefur leynt,
já, heill sé rannsókn styrkri!
Því vorra tíma vald er það
að vita, blint ei trúa,
jafnt þegar hagli hríðar að
og hleypidóma grúa.
5.
Vér heilsum þér sem hefur mátt
af hendi verk þitt inna.
Vér heilsum þér sem eftir átt
svo ótalmargt að vinna.
Vér heilsum þér, sem ungur ert,
en ert samt þegar merkur.
Í veigum kært þú kvaddur sért,
þinn kjarkur er svo sterkur.