Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Grýlukvæði

Fyrsta ljóðlína:Grýla hét tröllkerling leið og ljót
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Grýlukvæði
1.
Grýla hét tröllkerling
>leið og ljót,
með ferlega hönd
>og haltan fót.
2.
Í hömrunum bjó hún
>og horfði yfir sveit,
var stundum mögur
>og stundum feit.
3.
Á börnunum valt það,
>hvað grýla átti gott,
og hvort hún fékk mat
>í sinn poka og sinn pott.
4.
Ef góð voru börnin
>var Grýla svöng,
og raulaði ófagran
>sultarsöng.
5.
Ef slæm voru börnin
>varð Grýla glöð,
og fálmaði í pokann sinn
>fingrahröð.
6.
Og skálmaði úr hamrinum
>heldur gleið,
og óð inn í bæina
>– beina leið.
7.
Þar tók hún hin óþekku
>angaskinn,
og potaði þeim
>nið´r í pokann sinn.
8.
Og heim til sín aftur
>svo hélt hún fljótt,
– undir pottinum fuðraði
>fram á nótt.
9.
Um annað, sem gerðist þar,
>enginn veit,
– en Grýla varð samstundis
>södd og feit.
10.
Hún hló, svo að nötraði
>hamarinn,
og kyssti hann
>Leppalúða sinn.
11.
Svo var það eitt sinn
>um einhver jól,
að börnin fengu
>buxur og kjól.
12.
Og þau voru öll svo
>undurgóð,
að Grýla varð hrædd
>og hissa stóð.
13.
En við þetta lengi
>lengi sat.
Í fjórtán daga
>hún fékk ei mat.
14.
Þá varð hún svo mikið
>veslings hró,
að loksins í bólið
>hún lagðist – og dó.
15.
En Leppalúði
>við bólið beið,
– og síðan fór hann
>þá sömu leið.
16.
Nú íslensku börnin
>þess eins ég bið,
að þau láti ekki hjúin
>lifna við.