Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Til Birnu

Fyrsta ljóðlína:Það var um vor
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Tregaljóð
1.
Það var um vor
við sigldum ung í sólarátt
en framundan var himinninn
og hafið blátt
og brjóstin heit
og seglin hvít
og sungið hátt
því framundan var himinninn
og hafið blátt.
2.
En nú er haust
við siglum heim úr sólarátt
en framundan er himinninn
og hárið grátt
og brjóstin köld
og seglin svört
og sungið lágt
því vindur feykir vorsins laufi
í vetrarátt.