Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hæstur heilagur andi

Fyrsta ljóðlína:Hæstur heilagur andi
Viðm.ártal:≈ 1400–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Kvæðið er hér gefið út eftir útgáfu Jóns Helgasonar í Íslenzkum miðaldakvæðum en þar fer hann eftir aðalhandriti þess, AM 713 4to, s. 99–101. Önnur handrit kvæðisins eru frá því komin en þau eru: AM 711a 4to, s. 141–166 (að mestu stafrétt uppskrift Árna Magnússonar) og Lbs 2166 4to (samræmd afskrift Páls Eggerts Ólasonar sem styðst við uppskrift Árna í AM 711a 4to.
Hvert erindi er sett saman úr tveim fjögra línu vísum með eins konar viðlagi. Fyrri hluti viðlags „drottning“ er endurtekið eftir fyrra hlutann en það síðara, „ei má dýrð þín,“ í lok erindis á eftir seinni vísunni.
Drottning:
*Ei má dýrð þín deyja,
svo dragist á nokkuð of
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›
1.
Hæstur heilagur andi,
heita mun eg á þig,
lina þú ljótu *klandri,
loflig Máríá.
*Drottning
Hræðumst eg heimsins villu,
sem hefur mig jafnað skeð,
ágirnst margt með illu,
það eg hefi heyrt og séð.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
2.
Þér er eg fús að færa
eð fegursta orð eg má,
lífsins ljósið skæra,
loflig Máríá.
*Drottning
Yfirmeistarans móðir,
mektug guðdómshöll,
um lönd og *lífsins slóðir
þér lýtur skepnan öll.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.

3.
Ei mega tungur tína,
tigin jungfrú björt,
mikla miskunn þína
mörgum hefur þú gjört.
Drottning.
Mig tekur máls að fýsa
um mildiverkin skýr,
vil eg hér lýðum lýsa
lítið æfintýr.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.

4.
Mér er, drottins dúfa,
dirfð að kveða um þig,
nema þú, líknin ljúfa,
læra viljir mig.
Drottning.
Við ljótu lasta djúpi
*forða þarftu mér;
feginn vilda eg krjúpa,
frúin, að fótum þér.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
5.
Frá blíðum bónda einum
byrja eg lítinn þátt,
lýtur lausnara hreinum,
lofar hann nafn þitt þrátt.
Drottning.
Sá frá eg seggurinn byggði
sjávarströndu hjá,
aldri hann auma styggði,
einart gladdi þá.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
6.
Hvern dag halurinn þessi
hataði sína synd,
það angrar *örva hvessi,
hann *hafði ei þína mynd.
Drottning.
Fann á fögrum sandi,
fögnuð hefur Þann veitt,
röskur rekið að landi,
rótar keflið eitt.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
7.
Flutti heim til húsa
halurinn þetta tré,
með þeim fögnuð fúsa
féll hann oft á kné.
Drottning.
Af hæsta hugarins létta
honum var angri svipt.
Kallar hann keflið þetta
kléna Máríu skrift.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
8.
Hátt nam hlæja að þessu
heima fólkið allt,
hann með vöndum versum
virti nafn þitt snjallt.
Drottning
Hataðist húsfrú bónda
heldur við það ríkt,
kallar villu vonda
ef vill hann trúa á slíkt.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
9.
Frá eg í ofni einum
upp var snæran kynd,
so með sögðum greinum
sókt var þá þín mynd.
Drottning.
Inn í eldinn þenna
auðþöll lét með spé,
blossinn gerði að brenna
bráðliga þetta tré.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
10.
Gjörir þá beitir branda
blíðliga kross fyrir sér,
hyggur halur að vanda
með heiðri að lúta þér.
Drottning.
Trúa mun traust allt vinna,
hann tekur að krjúpa þar;
brátt frá eg bóndann finna,
burtu keflið var.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
11.
Skilur þá baugabýtir
beint hvað slíku veldr,
síðan ferðum flýtir
fram þar að kveiktur er eldr.
Drottning.
Loginn var ljós á bröndum,
leikur um eisan stinn,
bóndinn báðum höndum
í bálið seilist inn.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
12.
Sýnd var seima Ulli
en sæmililigasta drift,
laufguð glóanda gulli,
gleðilig Máríu skrift.
Drottning.
Út úr eldi færði
með öngum trega var sýnd,
líkt sem lifandi væri,
þín lofsamligasta mynd.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
13.
Ei frá eg bóndann brenna
þó í bálið léti hann sig.
Eftir atburð þenna
allir lofuðu þig.
Drottning.
Biður þá beitir sverða
blíðliga að hjálpa sig,
sá mun hólpinn verða
hver hann treystir þig.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
14.
Þig vil eg björtust biðja,
blessuð Máría frú,
lífsins líknar smiðja,
loflig heyr mig nú.
Drottning.
Þá dettur á dauðinn kaldi,
dugi mér helgast blóm,
af fólsku fjandans valdi,
fá mun eg harðan dóm.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
15.
Þá árar æpa og hrína
aumir í kringum mig,
búið er bál og pína,
blíð, vil eg heita á þig.
Drottning,
Ef lofast oss eigi að leita
í líknar valdið þitt,
þungt mun þegnum veita,
þá er mér hvergi fritt.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
16.
Hvert skal vor þá venda,
enn vesligasta sál?
Lífið þrýtur enda
líknar finnst ei mál.
Drottning.
Sjást þá sakirnar nógar
en sjálfur skaparinn reiðr
öndin ekki vógar,
öllum er eg þá leiðr.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
17.
Mig væntir hjálp og huggan,
himnesk brúður, af þér,
eg forðunst fúla bruggan
er fjandinn hyggur mér.
Drottning.
Fyrir signaðan sonar þíns dreyra
sýn mér ágætt lið
svo hann vili mig heyra,
þá hjálpar þarf eg við.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
18.
Geislandi gimsteinn fljóða,
göfuglig Máríá,
musteri Guðs eð góða,
gakk oss aldri frá.
Drottning.
Þá mestu máli varðar
minni aumri sál,
eg forðist feyknir harðar,
frost og loganda bál.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
19.
Þú ert þrenningar sæti,
þú ert englanna skraut,
þú ert so margföld mæti,
mannsins líknarbraut.
Drottning.
Þú ert dagsbrúnar dúfa
dýr á himnastól,
sigur og sæmdin ljúfa,
sannliga fegri en sól.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
20.
Lítum hér á, lýðir,
lausnarans mildiverk,
sé vær sálu þýðir
og sjáum við syndakverk.
Drottning.
Hver sem hróðurinn heyrir,
hann og gjöri á skil,
úr hjarta harma keyri,
honum gangi allt í vil.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
21.
Þó vil eg bragna biðja
bráðliga minnist þess,
auðfengin er iðja,
ave syngi vers,
Drottning,
háls af hverjum munni
sem hróðurinn hermir frá,
mekti af mætum brunni,
milda Máríá.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
22.
Líf og æðar allar,
önd og sál af mér,
þá herrann héðan mig kallar
hana bífala eg þér,
Drottning,
blóð og hold með beinum,
bæði skinn og hár,
aldur, nöfnin neinum,
nokkuð á mér stár.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
23.
Sú er *skrifuð í letri
Salamons dýrlig spá,
englum ertu betri,
ágæt Máríá.
Drottning.
Vil ek svo vísu venda,
vænti eg að launir þú,
sé þinn heiður án enda,
amen, blessuð frú.
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of,
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.


Athugagreinar

Athugasemdir:
Viðlagið er hvergi skrifað fullum stöfum en í 2. erindi er það lengst:
Ei má dýrð þín deyja
so dragist á nokkuð of;
sé þér sig
Árni Magnússon stakk upp á tvenns konar framhaldi I ‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof› eða II ‹nuð meyja sungið eilíft lof›. Hér hefur verið valini fyrri kosturinn og erindið alls staðar haft svo:
Ei má dýrð þín deyja,
so dragist á nokkuð of
sé þér sig‹nuð meyja
sæmdin heiður og lof›.
Uppástunga Árna er höfð innan sviga. Þá er viðlagið skáletrað í kvæðinu.
1.3 klandi < klandri AM 713 4to. Leiðrétt vegna ríms [KE].
1.5 Drottning] vantar hér.
2.5 Drottning] vantar hér.
2.8 lífsins slóðir] < lífs slóðir AM 713 4to. Leiðrétt vegna bragar [PEÓl].
4.7 forða] líkna vegna stuðlasetningar ? [JH]
6.3–4 örva] AM 713 4to. JH getur sér þess til að þarna hafi upphaflega verið hjörva eða í 6.4 átti í stað hafði. Þannig væri stuðlasetning rétt.
23.1 skrifuð] svo í AM 713 4to. Hefur trúlega upprunalega verið sögð [JH].
(Íslenzk miðaldakvæði II - handrit, bls. 195–199)