Jóhönnuraunir – fjórða ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jóhönnuraunir 4

Jóhönnuraunir – fjórða ríma

JÓHÖNNURAUNIR
Fyrsta ljóðlína:Eikin skjalda eiga gjölld
bls.bls. 29–38
Viðm.ártal:≈ 1775
Flokkur:Rímur
1.
Eikin skjalda eiga gjöld
enn því valda að gleðjist öld,
þau verma kalda vel í kvöld,
ef væn á halda hljóðin töld.
2.
Þau ljá aftur þenkingar
þar með skaptar hræringar,
lífga hið tapta' tungufar,
til með krafta rænunnar.
3.
Munar þjóð um yndis ón
ef unan stóð af kvæðasón
þá duna ljóð og dilla tón
með drunuhljóð sem belji ljón.
4.
Allrahanda þykkja þver
Þundar bland ef kveðið er,
en það að vanda þykir hér
þungt tilstanda fyrir mér.
5.
Viskan netta' og kraftur knár,
kúnstin rétta og andinn hár,
allra stétta yljan klár
eg bið spretti síð og ár.

* * *

6.
Þorna vann þar Hnikars hver,
heim með sann sem kominn er;
við sinn Jóhannem Samson fer
í siklings rann og unir sér.
7.
Ýungs svalan hans var hrein,
hvergi skjalan er það nein,
unni halur ungum svein
með æruval í hverri grein.
8.
Þokka eldinn þréfaldan
þeim viðfelldinn tendra vann,
aftur seldi þegni þann,
þjónkun geldur hlýðni kann.
9.
Á Ítalíu illur her,
ólmur því að þá stríðer;
kristnum mýgja kauðarner,
keisarinn nýi upp herör sker.
10.
Vilhjálm kenndi fregna fer
um Fjölnis kvendi hvað tilber.
Tiggi sendi traustan her,
tólf af hendi þúsunder.
11.
Samson fer með siklings þjóð,
sveinninn ber hans vopnin góð,
sæmd hann gerir sverða rjóð,
sá mun herinn vekja blóð.
12.
Alls óhræddum hentar þar,
hart að æddu fylkingar,
um völlinn blæddu blóðdrefjar,
búkar klæddu grundirnar.
13.
Í hjörva-regni heiðnir þá
hart af megni fólkið slá,
kristnir fegnir flýja frá,
flestir slegnir niður í strá.
14.
Portúgísa fylking fróð
fljótt upprís á móti þjóð,
hót ei fýsir halda' á slóð,
heldur kýs að missa blóð.
15.
Samson var í kífi knár,
kappinn snar fékk banvæn sár;
Jóhann þar um kærleikskrár
kvíða bar hann yrði nár.
16.
Skjöld og sverð síns herra hann
hulinn gerðum taka vann,
byrjar ferð í bardagann,
brynju skerða marga kann.
17.
Ekki þagði Tyrfings-tenn,
tjörgu flagðið geyspar senn,
hjó og lagði hesta' og menn,
hné að bragði lýðurenn.
18.
Jóhannes svo skatna skar,
í skilfings sess hann margan bar,
stórum essum steypti snar,
stormur blés þar randgríðar.
19.
Valinn hlóð með vaskleik hann,
víða blóð í elfum rann,
enginn stóð né hrekur hann,
halurinn vóð svo bardagann.
20.
Heiðinn stökkur herinn frá,
heila-klökkur margur lá;
gekk upp mökkur gufu þá,
geira rökkur vóru blá.
21.
Heiðinn lítur höfðingi,
hjörinn bítur unglingi,
æðið þýtur öðlingi,
upp sér skýtur dramblæti.
22.
Niblung er úr Níníve,
neyð hann sker af mannfalle,
hraðar sér, því heift að sé,
hrottann ber að Jóhanne.
23.
Undan vendi hinn ei hót,
heldur renndi kóngi' mót,
á skjöldinn sendi sárbeitt spjót,
sveðjan lenti í hjarta á þrjót.
24.
Dauður niður datt með það;
dáðist liðið frægum að;
eyðir friðar í þeim stað
enginn griða heiðnum bað.
25.
Var þeim sýndur sigurenn,
sæmdum krýndur foringenn,
til heljar píndi heiðna menn
hans nýbrýndi vigurenn.
26.
Hlífa-grandið þrjótar þá
þrá-skálfandi undan gá,
eins og fjandinn elti þá
allir landi stukku frá.
27.
Heim svo reisti herliðið
með hrannar-neista og góðan frið,
jöfri leystu' af járnaklið
og Jóhanns hreysti brugðu við.
28.
Aldrei fæðist annar eins,
ellegar klæðist líkinn sveins,
ekki hræðist höggin neins
hjörs á svæði fleygir teins.
29.
Hefði ekki halurinn sá
hildar sekki rist í strá
mundu hlekkir heljar þá
halda' oss bekkjum dauðans á.
30.
Svoddan hróður seggja hér
sikling þjóða gleðja fer,
sæmd vill bjóða svo sem ber
og sveininn góða tók að sér.
31.
Allra stétta ástarband
ungan mettar kóngleg hand,
að honum rétti orma sand,
einnig setti' í riddara stand.
32.
Ráðs-alvaldur, rausn sem hvetr,
rauna haldur mýkt ei getr,
frækinn baldur fleina metr,
er fjórtán aldurs gekk með vetr.
33.
Hver einn mann, er sveininn sá,
sannlega vann að undrast þá,
heitt þeim brann í hyggju krá
hugelskan sem til hans lá.
34.
Aldrei sá svo auman mann
eða sár-bláfátækan,
það ef má, að hressa hann,
hugga dável líka kann.
35.
Einhvern gráta ef hann sér
aftur kátan gjöra fer.
Þennan máta hafi hér
heims ofláta geðsmuner.
36.
Afreksstríða aflið bar
engu síður en dyggðirnar;
en hans fríða ásýnd var
eins og blíða kvöldsólar.
37.
Eitt sinn var hann hilmir hjá
heima þar, það svo við lá,
að veita svar, sem vel fór á,
við honum hari lítur þá.
38.
Horfði skjóma hirðir hár
á hals, ljómandi augabrár;
angurs gróma aldrað sár
af öðling fróma pressar tár.
39.
Grannt að hyggja garpurinn fer,
gekk fyrir tiggja og þanninn tér:
Þungt á liggja þykir mér
ef þér hjá byggja harmarner.
40.
Góði herra! greinið mér
glöggt hver sperra sorgar er,
svo gjöri þverra grátur hér,
Guð mun þerra tár af þér.
41.
Dóttur blóð í satans sess
selda eg móður, geld eg þess,
er eg því hljóður en aldrei hress,
ó! minn góði Jóhannes!
42.
Elsku framur ræða réð
— riddarinn tamur, sæmd er léð —
Besti gramur! gleðjið geð,
Guð er samur, hjálpar með.
43.
Ef að vífið, eg skal þá,
er á lífi, henni ná,
svo ætíð blífi yður hjá
en angurs kífið stökkvi frá.
44.
Harmi þrunginn hilmir tér:
Heyr, minn ungi stálagrér!
Helja slungin hana ber,
hugar drunginn segir mér.
45.
Hvergi stoðar heims um stað,
hugurinn boðar mér oft hvað,
lilju voða leita að,
ljóst er að skoða málið það.
46.
Riddarinn hjalar aftur enn:
Ýungs svalan mér það senn
boðar án d[v]alar berdreymenn,
brúðurin talar sú við menn.
47.
Döglings niður datt svo tal,
dvínar kliður þar í sal,
en laufviður lengdi hjal:
Leyfis yður biðja skal.
48.
Sikling blíður sagði já,
sveinninn fríður hlíðir á,
skömmu síðar skötnum frá
skelfir ríður hringa sá.

* * *

49.
Slagur dettur gagur góms,
greiðist léttur heiður róms,
bragur sléttur hagur hljóms
í hreiður settur veiður óms.
,