Jóhönnuraunir – þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jóhönnuraunir 3

Jóhönnuraunir – þriðja ríma

JÓHÖNNURAUNIR
Fyrsta ljóðlína:Öls-teiganda enn um stund
Viðm.ártal:≈ 1775
Flokkur:Rímur
1.
Öls-teiganda enn um stund
óska-blönd í ræðu mynd
eiga grandvör eyða blund,
orðin vönd eg saman bind.
2.
Léðist krafta liðið oft
lysta-tæpt þó mál sé gróft,
skyldi aftur líða' á loft
lagið gæft og raulast hóft.
3.
Kraftarnir og kúnstirnar,
kosta skæru geðsmunir
lénist mér, svo ljóða far
leiði hæru byrirnir.
4.
Örin stærðar gjörva gjörð
gerir herða vara burð,
dörinn mærðar ör með orð
er á ferð að svara hurð.
5.
Þetta raus ef þykir vas
þá eru fús mín rænu ljós,
að vera laus við mansöngs mas
miðjungs krús og vísna glós.

* * *
6. Þar við skertist áður ort
illa reirt og nokkuð stirt.
Ibe herti ferðir fort,
fær að steyrt þá húmið myrkt.
7.
Gráthljóð nær sér geira bör
glöggur er nú heyrir þar,
sínar skæru sóma ör
setur hér við hlustirnar.
8.
Leit af hrísi – fæðir fés –
falið mosa lítið hús,
skoða fýsir – ljóst eg les –
lá þar bos og mjólkurkrús.
9.
Skoðar strangann krók og kring,
klæðin þröng eru reirð að dreng;
sá þar hanga um hálsinn hring
úr Hrungnis söng á silki streng.
10.
Guðvefs ræflum reyfar af,
rituð húfan Grana klif.
Á mosasvæfli sveinninn svaf,
sá bar ljúflegt hvarma svif.
11.
Eitt þar nisti' á enda dróst
úr eðla skárstu gulli best,
á var ristið letrið ljóst
svo lilju ástar nafnið sést.
12.
Kenndi í brjósti' um barnið best
branda kvistur, það aukkast,
þótti ljóst og þykir verst
að þoli gnístings helið fast.
13.
Bestur drengur búss með föng
barnið unga tók í fang,
burtu gengur, braut er löng,
með býsna þungan reifastrang.
14.
Geðið ber þó glatt ei þar,
af glötun fjár sá randa Þór,
um skóginn fer *og barnið bar,
burðasmár því lýjast fór.
15.
Grettist svipur, gránar skap,
greitt við dapra barnsins óp,
með ónipurt orða-skrap
apa-geð í manninn hljóp.
16.
Þannig téði: Þú, þín gauð!
þeygi blíð með æsku-hljóð,
ef finnst ei féð, þú fá skalt nauð,
fárlegt stríð og sáran móð.
17.
Best eg tel þú tapir sál,
tungugalið styttir dvöl,
dreyrugt hel og dauðans skál
drekka skal fyrir svoddan böl.
18.
Þegar téð hann hafði það
hlaðinn móð, því fátækt kveið,
allt sá féð þar óskaddað
í einu rjóðri strax á leið.
19.
Maðurinn ljúfur mýkti skraf,
mesta lofið Kristi hóf,
barnið hjúfrar elsku af
með ofurdáða kærleiks próf.
20.
Ó, minn son! þín augun væn
eru hrein, að minni sjón;
þess er von, eg bið með bæn,
þitt batni mein og gleði-tjón.
21.
Því er eg vís að þessi ljós
í þínum haus, sem fegurst blys,
allteins lýsa' og eðla rós
eru laus við hrekkja glys.
22.
Syndugs neins eg séð hef manns
svo tárhreina hvarma-baun,
mynduð eins og geisla glans
af gimstein með balsams daun.
23.
Á hönd og fót þín húðin hvít
hefur lit sem drifhvítt at,
en liðamót sem ljósust krít
og ljóma glitað silki-fat.
24.
Eftir framið elsku-skrum
eyðir skjóma rann á sveim,
gráti kramið fljótt með fum
flytur sóma-barnið heim.
25.
Sinni frú hann segir frá
sýnum nýja fundi þó,
sýnir nú og selur þá;
selju hrings varð um og ó.
26.
Séð nær sveininn hefir hún
og honum þjónað eftir von,
elskugrein um yndis tún
allgróna fær bóndans kvon.
27.
Hringa bör gaf svanni svar,
svo téði nóg ráðugur:
Jóðið sörvar vænst er var
vel það fer sé okkar bur.
28.
Sækir prest er lipurt las
letrað Kristi skírnar vers,
jóðið best í blessun vatns
baðað víst hét Jóhannes.
29.
Eftir ristu Ibe lést
æru-dýrsta nafnið sjást,
eðla nisti barnsins best
brátt svo lýsti hugar ást.
30.
Svo uppólu ungan hal,
efni til sem höfðu vel;
árin tólf með virta val
vermir ylur kæra þel.
31.
Þroskahár sá þegninn snar
þokka-skæra fasið ber,
æruklár og ötull var,
öllum kær sem nærri er.
32.
Allt hvað vinna átti hann,
æran kennir stála runn;
elska svinnan afreksmann
Ibe og brennu-lagar gunn.
33.
Kempa ein á kólgu-svan
kom við frón, er hét Samson;
víking reyna vaskur man,
vísirs þjón af Lissabon.
34.
Ljónið geims á öldum unns
eyrum fróns lá nærri túns;
skerðir seims nú skundar *run[n]s,
skoða lóns vill fákinn húns.
35.
Kom að hrönn mjög kurteisinn,
klæða runn sá skipherrann,
undra sönn og alvaxin
um elsku-brunn á Samson rann.
36.
Stýrir *hrönduðs sté á grund,
stór-undrandi fríðleiks mynd,
hittir bónda og hringa hrund,
heilsun vandar þeim af hind.
37.
Um þann væna, unga son,
er hans bón á marga grein,
þanka-rænan – þess er von –
þagnar hjóna elsku hrein.
38.
Vóru þau í þessu deig,
þrauta bág og erfið nóg;
því elsku-tág var ærið seig
og ástar-tág í þanka skóg.
39.
Létu um síðir linast geð
þá lofaði Samsons hyggjan góð
að unna fríðum æru með
eins og það hans væri blóð.
40.
Búa dreng nú burtu slyng
brátt þó angurs kanni spreng,
að ungum strengdu *úlfnlið hring,
þann áður hanga fann við streng.
41.
Ibe kvað og enn fær téð:
Arfi blíður! mundu það,
aldrei þaðan orma beð
um ævitíð hann taka bað.
42.
Sinn ástkæra sverða bör
signdu tárum blessunar;
með Samson fær að koma á knör
og kanna báru-heiðarnar.
43.
Kyljan hjarnar gusugjörn
greitt um *durnis stofuhorn
öldu-tjarnar æðir örn,
því urnir vængjum blakti forn.
44.
*Reina-græna ræfils ljón
rann alvanið þöngla tún
því hið væna *síttað sjón
segl rá-þanið lék við hún.
45.
Aldrei gan með með geysi-brun
græðis linum fann né don,
fyrr en svan uns fjarða-hrun
fékk af dyn við Lissabon.
46.
Lækkar móður kvæða klið,
kliður leiðist mér í stað,
smækkar hróður fræða frið,
friðar beiðist, vel fer það.


Athugagreinar

14.3 og] < um útg. 1904.
*hrönduðs] svo.
40.3 úlfnlið] svo.
43.2 *durnis] svo.
44.3 *síttaðsvo.