Íslands minni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Íslands minni

Fyrsta ljóðlína:Þið þekkið fold með blíðri brá
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1839

Skýringar

Kvæðið var sérprentað fyrir samsæti sem Íslendingar héldu séra Þorgeiri Guðmundssyni 26. apríl 1839 en hann var þá nýorðinn prestur í Gloslunde sem Íslendingar nefndu Glólund. Fyrir þá veislu var og sérprentað kvæði Jónasar „Nú er vetur úr bæ“, sem bar heitið „Kveðja Íslendinga til séra Þorgeirs Guðmundssonar“.
Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla,
og svanahljómi, silungsá
og sælu blómi valla,
og bröttum fossi, björtum sjá
og breiðum jökulskalla.
Drjúpi’  hana blessun drottins á
um daga heimsins alla.