Um heiðursmey vil eg hefja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um heiðursmey vil eg hefja

Fyrsta ljóðlína:Um heiðurs mey vil eg hefja
bls.179
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbcoc
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Helgisagan, sem kvæðið er ort út af, má finna í Máríu sögu, bls. 514 og 521.
1.
Um heiðursmey vil eg hefja
hróðrar vænligt smíð.
Láttu eigi kappann kefja,
Krist unnustan blíð,
þann að lofa vill þýða frú.
Stoltar blómið, styrktu mig
í staðligastri trú.
2.
Með mjúkri mildi þinni,
Máría, styrk þú mig,
svo eigi síðan linni,
seggurinn heiðri þig
og háleitastan himna Krist,
veraldar blómið veiti mér
þá vænta tungulist.
3.
Ævintýr vil eg inna
ungum börnum frá.
Halur og hýrlig kvinna
hugina lögðust á;
rík vóru þau riddarajóð;
einatt lysti afreksmann
að elska nokkuð fljóð.
4.
Riddari sá enn ríki
refla biður *Nár.
Hittist engi hans líki,
halurinn geysi hnár.
Fekk hann ekki frú um sinn,
gerði faðirinn göfga mey
að gefa í klaustrið inn.
5.
Í klaustri þessi kæra
kvennmannslistir bar,
flest öll fremd og æra
fylgir henni þar,
ástir fékk af abbadís;
hver sem heiðrar himna frú
honum er sælan vís.
6.
Abbadísin unni
ófnis þýðri brík,
þótti eigi þorna Gunni
í það sinn önnur slík,
lénti hún henni lyklavald;
forstóð þessi falda lindin
fljóðum…..


Athugagreinar

Handrit:
AM 720a 4to (Ljóðið byrjar og endar á 4. (þ.e. síðustu síðu) og vantar framhald þess).
Tvær afskriftir eru til af þessu handriti. Eru þær í
AM 920 4to (gerð af Steingrími Thorsteinssyni) og
Lbs 2166 4to (gerð af Jóni Þorkelssyni).
Athugasemd:
4.2 Nár] < ná AM 720a 4to (JÞ).
(Íslenzk miðaldakvæði II, bls. 179–180)