Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Til tunglsins

Fyrsta ljóðlína:Eitthvað dylst þar austur frá
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1849
1.
Eitthvað dylst þar austur frá
undir háum tindum,
er skúrumþrungin skyggja á
ský í norðanvindum,
>sértu þar og sértu þar
að senda geisla nýja,
>tunglið mitt og tunglið mitt,
taktu mig upp til skýja.
2.
Byrgðu ei fyrir andlit þér,
engu þarftu að forða;
láttu birta, birstu mér,
ég bið þess iengstra orða.
>Alltaf finn ég, alltaf finn ég
unaðsdrauma nýja,
>tunglið mitt og tunglið mitt,
taktu mig upp til skýja.
3.
Ég vil fara og finna þig,
sem felst í geislum bleikum,
vinalausan líttu á mig
og léttu á huga veikum,
>veittu mér og veittu mér
vini hjá þér nýja;
>tunglið mitt og tunglið mitt,
taktu mig upp til skýja.
4.
Byrgirðu enn fyrir andlit þér
inní skýja tjöldum?
Systir þín blessuð sólin er
sigin að gylltum öldum,
>því vil ég og því vil ég
á þínar náðir flýja,
>tunglið mitt og tunglið mitt,
taktu mig upp til skýja.
5.
Nú er að leggja upp langan veg
og létta á huga veikum.
Ef vonin styður, stika ég
upp stiga úr geislum bleikum,
>þar mun yndi, þar mun yndi
að þjóta um vegu nýja,
>tunglið mitt og tunglið mitt,
taktu mig upp til skýja.