Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Séra Stefán Pálsson

Fyrsta ljóðlína: "Móðir og faðir / mjúk og ástríkur
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1825–1850
Tímasetning:1841
Flokkur:Eftirmæli

Skýringar

Kvæðið er samið árið 1841.
Eiginhandarrit er varðveitt á Þjóðminjasafni (Þjms. 12048).
Kvæðið var fyrst prentað í Fjölni, 6. ár, 1843. Það var síðan einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
1.
„Móðir og faðir
mjúk og ástríkur
yfirgáfu þig
á æskuskeiði„,
en guð þín geymdi
og gæðafjöld,
lán og lífsfögnuð
ljúflega veitti.
2.
Treystir þú og fólst þig
hans tryggri hönd,
ungur þjónn
hans orða heilagra.
Nú ertu leiddur
lífsbraut hreina
alla að morgni
eilífðardags.
3.
Hvað er skammlífi?
Skortur lífsnautnar,
svartrar svefnhettu
síruglað mók.
Oft dó áttræður
og aldrei hafði
tvítugs manns
fyrir tær stigið.
4.
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf.
Margoft tvítugur
meir hefir lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði.
5.
Vel sé þér, vinur,
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður;
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
6.
Oft kvaðstu áður
óskarómi
heimfýsnarljóðin
hugumþekku.
Vertu nú sjálfur
á sælli stund
farinn í friði
til föðurhúsa.