Um haust | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um haust

Fyrsta ljóðlína:Syngur lóa suðr í mó
bls.48
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Syngur lóa suðr í mó
sætt um dáin blóm –
alltaf er söngurinn sami
með sætum fuglaróm.
2.
Himinblíð eru hljóðin þín,
heiðarfuglinn minn!
hlusta ég hljóður á þig
og hverfa má ei inn.