Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sportveiðimaður

Fyrsta ljóðlína:Maður að gæsahóp blákaldur byssunni snýr
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Gamankvæði
1.
Maður að gæsahóp blákaldur byssunni snýr,
blikandi hlaupið og gljáandi skaftið við kinn,
fingur á gikknum. Allt breytist í háværan hvell.
Hver einasta gæs þenur vængi, í flýti burt flýr,
í flugtaki hreyta þær driti á andskota sinn,
en landsfrægur kynbótahestur í haganum féll.
2.
Sportveiðimaður í pípuna tóbaki tróð,
tileygður kveikti í skjóli við hendina eld
og sagði við reyklopann fyrsta: „Hún skýtur á ská.“
Svo gekk hann að bílnum sem handan við hæðina stóð
og hugsaði: „Friðsælt og blítt er hið norðlenska kveld.“
En landsfrægur kynbótahestur í haganum lá.